Net­verslunar­risinn Asos hefur nú fest kaup á Tops­hop, Top­man, Miss Sel­frid­ge og HIIT fata­merkjunum frá verslunar­fé­laginu Ar­ca­dia sem varð gjald­þrota síðast­liðinn nóvember en samningurinn hljóðaði upp á 295 milljón pund, eða rúm­lega 52 milljarða króna.

Fram­kvæmda­stjóri Asos, Nick Beig­hton, segir kaupin á bresku merkjunum vera spennandi bæði fyrir Asos og þeirra við­skipta­vini. Þá hafi Asos spilað lykil­hlut­verk í sölu merkjanna á netinu og munu þau halda á­fram að efla og þróa merkin.

Að því er kemur fram í frétt BBC um málið mun Asos að­eins taka við merkjunum og hluta­bréfum og munu um 300 starfs­menn fara yfir. Asos mun þó ekki taka við verslununum og er því ó­ljóst hvað verður um 2500 starfs­menn.

Við­ræður standa nú yfir um önnur merki Ar­ca­dia, sem er í eigu Philip Green, til að mynda Dor­ot­hy Perkins, Wallis og Burton, en net­verslunin Boohoo er sögð stefna á að kaupa merkin.

Greint var frá því í síðustu viku að Boohoo hafi fest kaup á Deben­hams fyrir 55 milljón pund en verslanir Deben­hams voru ekki þar inni og því misstu um 12 þúsund manns vinnuna.