Dóms­mála­ráð­herra hefur skipað Tómas Hrafn Sveins­son vara­for­mann kæru­nefndar út­lendinga­mála. Tómas Hrafn var valinn úr hópi tíu um­sækjanda.

Tómas Hrafn út­skrifaðist með cand. jur. frá laga­deild Há­skóla Ís­lands í júní 2006.Hann öðlaðist mál­flutnings­réttindi fyrir héraðs­dómi 2007 og fyrir Hæsta­rétti 2013. Hann hefur verið lög­maður að aðal­starfi frá út­skrift úr laga­námi og flutt tugi mála fyrir ís­lenskum dóm­stólum.

Hann tók við for­mennsku í barna­verndar­nefnd Reykja­víkur í nóvember 2015 og gegnir þeirri stöðu enn. Hann hefur sinnt kennslu við laga­deild Há­skóla Ís­lands í 11 ár, fyrst sem stunda­kennari en síðar aðjúnkt.

Tómas Hrafn hefur setið í yfir­kjör­stjórnum í fimm kosningum, þar af sem odd­viti í eitt skipti. Hann vann að frum­varpi um bætur vegna saka­mála fyrir dóms­mála­ráðu­neytið vorið 2020 og vinnur nú að frum­varpi á­samt sér­fræðingum fé­lags- og barna­mála­ráðu­neytisins að nýjum barna­verndar­lögum. Hann hefur auk þess birt tvær rit­rýndar greinar um lög­fræði­leg mál­efni.