Tóm­as Már Sig­urðsson mun láta af störfum sem aðstoðarfor­stjóri Alcoa í lok árs.

Þetta hef­ur verið til­kynnt til Kaup­hall­ar­inn­ar í New York að því er Morgunblaðið greinir frá. Í fréttinni er haft eftir Tómasi Má að framhaldið sé enn óráðið.

Tómas Már tók við starfi aðstoðarforstjóra Alcoa undir lok síðasta árs en hann hefur frá árinu 2004 komið að uppbyggingarverkefnum og endurskipulagningu hjá fyrirtækinu. Tómas Már tók nýlega sæti í stjórn Íslandsbanka.