Tækni­risinn App­le gæti neyðst til að skera niður í fram­leiðslu á iP­hone 13s þetta árið um allt að tíu milljón stykki. Á­stæðan er skortur á tölvu­kubbum á heims­markaði.

Stefnt var að því að fram­leiða níu­tíu milljón stykki af nýjustu út­gáfunni af snjall­símanum en vöru­skorturinn gæti sett strik í reikninginn.

Skorturinn hefur þegar haft á­hrif á getu fyrir­tækisins til að selja aðrar vörur, svo sem far­tölvur og spjald­tölvur.

Vanda­mál í al­þjóða­við­skiptum hafa verið al­geng í kjöl­far heims­far­aldursins og ekki að­eins tækni­fyrir­tæki sem verða fyrir barðinu. Bíla­fram­leið­endur hafa lent illa í vöru­skorti og á­ætlað er að 7,7 milljón færri bílar hafi verið fram­leiddir á árinu vegna þess, sam­kvæmt frétt frá The Guar­dian.

Þá hefur olíu­verð á heims­markaði snar­hækkað og víða borið á skorti. Til að mynda hafa margar verk­smiðjur í Kína, meðal annars í eigu App­le, þurft að glíma við elds­neytis­skort og raf­magns­leysi.