Innlent

Tólf prósenta fjölgun farþega hjá Icelandair

Sætanýtingin jókst á milli ára. Fréttablaðið/Ernir

Fjöldi farþega Icelandair í nóvember nam 280 þúsund og fjölgaði þeim um 12 prósent miðað við nóvember á síðasta ári.

Þetta sýna nýbirtar flutningatölur flugfélagsins. Framboðnir sætiskílómetrar (ASK) jukust um 13 prósent, og Sætanýting var 79,8 prósent og jókst um 1,8 prósentustig á milli ára.

Framboðnum gistinóttum hjá hótelum félagsins fjölgaði um 20 próesnt á milli ára og herbergjanýting var 76,7 prósent samanborið við 75,5 prósent í nóvember 2017. 

Farþegar Air Iceland Connect voru um 22 þúsund og fækkaði um 16% á milli ára. 

„Um miðjan maí í ár hætti félagið flugi til Belfast og Aberdeen og einnig á milli Keflavíkur og Akureyrar og skýrir það fækkunina milli ára,“ segir í tilkynningu frá Icelandair.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Mentis réttur eigandi að hlut í RB

Innlent

Hreint styrkir Votlendissjóð á afmælisdaginn

Innlent

Ásmundur setur Bríeti á laggirnar

Auglýsing

Nýjast

Iceland Seafood vill á aðalmarkað Kauphallar

Brunaútsala á öllu flugi hjá WOW

Helga Hlín segir sig úr til­nefningar­nefnd VÍS

Vextir Seðla­bankans ó­breyttir

Nýtt ­app Arion banka opið öllum

Sjóðir Eaton Vance bæta við sig í Arion

Auglýsing