Innlent

Tólf prósenta fjölgun farþega hjá Icelandair

Sætanýtingin jókst á milli ára. Fréttablaðið/Ernir

Fjöldi farþega Icelandair í nóvember nam 280 þúsund og fjölgaði þeim um 12 prósent miðað við nóvember á síðasta ári.

Þetta sýna nýbirtar flutningatölur flugfélagsins. Framboðnir sætiskílómetrar (ASK) jukust um 13 prósent, og Sætanýting var 79,8 prósent og jókst um 1,8 prósentustig á milli ára.

Framboðnum gistinóttum hjá hótelum félagsins fjölgaði um 20 próesnt á milli ára og herbergjanýting var 76,7 prósent samanborið við 75,5 prósent í nóvember 2017. 

Farþegar Air Iceland Connect voru um 22 þúsund og fækkaði um 16% á milli ára. 

„Um miðjan maí í ár hætti félagið flugi til Belfast og Aberdeen og einnig á milli Keflavíkur og Akureyrar og skýrir það fækkunina milli ára,“ segir í tilkynningu frá Icelandair.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Innlent

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Innlent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Auglýsing

Nýjast

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Heimilin halda að sér höndum

Skotsilfur: Ofsinn

Magnús Óli endurkjörinn formaður FA

Seldi Íslendingum fasteignir á Spáni fyrir 1,2 milljarða

Arion lækkaði um 2,6 prósent í kjölfar uppgjörs

Auglýsing