Innlent

TM lækkaði um 3,8 prósent eftir afkomuviðvörun

Hlutabréf í TM féllu um 3,8 prósent í verði eftir að félagið sendi frá sér afkomuviðvörun skömmu fyrir hádegi í dag. 80 milljóna króna velta var með bréfin.

Fréttablaðið/Anton Brink

Afkomuviðvörun sem TM sendi frá sér skömmu fyrir hádegi í dag varð til þess að hlutabréf tryggingafélagsins féllu um 3,8 prósent í verði. Alls var 80 milljóna króna velta með bréfin í dag en öll viðskiptin áttu sér stað eftir að félagið sendi frá sér afkomuviðvörunina.

Samkvæmt viðvöruninni mun TM tapa 200 milljónum króna fyrir skatta á öðrum fjórðungi ársins en áður höfðu stjórnendur félagsins gert ráð fyrir hagnaði upp á 500 milljónir króna. Ástæðurnar eru sagðar óhagstæð þróun á verðbréfamörkuðum og aukning í tjónakostnaði.

Gerir tryggingafélagið nú ráð fyrir að fjárfestingatekjur fjórðungsins verði um 315 milljónir króna, en samkvæmt fyrri rekstrarspá var búist við að þær yrðu um 620 milljónir. Þá verður samsett hlutfall félagsins um 109 prósent á öðrum ársfjórðungi en rekstrarspáin gerði ráð fyrir að hlutfallið yrði um 100 prósent.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,28 prósent í dag en TM lækkaði mest allra félaga. Mesta veltan var með hlutabréf í Marel en þau lækkuðu um 0,46 prósent í verði í 120 milljóna króna viðskiptum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Eik tapaði dómsmáli gegn Andra Má

Innlent

WOW air klárar 60 milljóna evra fjármögnun

Sjávarúvegur

FISK-Sea­food kaupir þriðjung í Vinnslustöðinni

Auglýsing

Nýjast

Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair

Safnaði 7,7 milljörðum

Varða Capital tapaði 267 milljónum í fyrra

Mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum

Engar olíulækkanir í spákortunum

Stytting vinnu­tíma mikil­vægasta kjara­málið

Auglýsing