Tix Miðasala ehf., sem á og rekur vefinn Tix.is, hefur tekið yfir rekstur og starfsemi Miði.is frá og með deginum í dag. Miði.is var áður í eigu 365 ehf.

„Við viljum fullvissa alla viðskiptavini Miði.is, hvort sem það eru miðaeigendur eða söluaðilar, að þeir munu halda öllum sínum réttindum. Jafnframt munu þeir sem eiga virk gjafakort frá Miði.is geta nýtt sér þau við miðakaup á alla viðburði á Tix.is frá og með 1. desember næstkomandi. Við hlökkum til að halda áfram að þjónusta skipuleggjendur viðburða á Íslandi,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tix Miðasölu ehf., í tilkynningu frá félaginu.

Viðskiptavinum Miða er bent á að beina fyrirspurnum á netfangið info@tix.is.

Tix.is var opnaður þann 1. október 2014 og fagnaði því nýverið fimm ára afmæli sínu. Starfsemi Tix teygir sig til Noregs, Svíþjóðar og Danmerku og á meðal viðskiptavina þess eru mörg helstu leik- og tónlistarhús í þessum löndum, auk Íslands