Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Meta, tilkynnti í Facebook færslu að fyrirtækið hygðist segja upp 10.000 manns. Tilkynningin kemur aðeins sex mánuðum eftir seinustu hópuppsögn hjá Meta en þá misstu 11 þúsund manns störf sín hjá tæknirisanum.
Á síðasta ári störfuðu 87 þúsund manns hjá fyrirtækinu en stór hluti þeirra starfsmanna var ráðinn í kjölfar heimsfaraldursins.
„Þetta verður mjög erfitt og það er engin leið fram hjá því. Á næstu mánuðum munum leiðtogar ýmissa fyrirtækja tilkynna áætlanir þeirra um endurskipulagningu. Markmið okkar er að bæta skilvirkni og auka hagkvæmni,“ sagði Mark Zuckerberg í bloggfærslu.
Hlutabréf Meta hækkuðu um 5,82 prósent eftir uppsagnartilkynninguna en sérfræðingar hjá fjárfestingarbankanum Jefferies höfðu mælt með enn frekari uppsögnum.
Samkvæmt tölum frá TechCrunch var fleiri en 100 þúsund tæknistarfsmönnum sagt upp á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þar af voru 12 þúsund uppsagnir hjá Alphabet, móðurfyritæki Google, tvö þúsund hjá PayPal, 18 þúsund hjá Amazon og tíu þúsund hjá Microsoft.