Mark Zucker­berg, fram­kvæmda­stjóri Meta, til­kynnti í Face­book færslu að fyrir­tækið hygðist segja upp 10.000 manns. Til­kynningin kemur að­eins sex mánuðum eftir seinustu hóp­upp­sögn hjá Meta en þá misstu 11 þúsund manns störf sín hjá tækni­risanum.

Á síðasta ári störfuðu 87 þúsund manns hjá fyrir­tækinu en stór hluti þeirra starfs­manna var ráðinn í kjöl­far heims­far­aldursins.

„Þetta verður mjög erfitt og það er engin leið fram hjá því. Á næstu mánuðum munum leið­togar ýmissa fyrir­tækja til­kynna á­ætlanir þeirra um endur­skipu­lagningu. Mark­mið okkar er að bæta skil­virkni og auka hag­kvæmni,“ sagði Mark Zucker­berg í blogg­færslu.

Hluta­bréf Meta hækkuðu um 5,82 prósent eftir upp­sagnar­til­kynninguna en sér­fræðingar hjá fjár­festingar­bankanum Jef­feries höfðu mælt með enn frekari upp­sögnum.

Sam­kvæmt tölum frá TechCrunch var fleiri en 100 þúsund tækni­starfs­mönnum sagt upp á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þar af voru 12 þúsund upp­sagnir hjá Alp­habet, móður­fy­ri­tæki Goog­le, tvö þúsund hjá PayPal, 18 þúsund hjá Amazon og tíu þúsund hjá Micros­oft.