Níu konur og einn karlmaður sækjast eftir stöðu upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, sem nýverið var auglýst til umsóknar. Staðan var auglýst eftir að Hálfdán Bjarki Hálfdánarson sagði starfinu lausu, en hann hafði þá gegnt því frá árinu 2008.
Umsóknarfrestur var til 6. júní og gert er ráð fyrir að nýr upplýsingafulltrúi taki til starfa 1. september næstkomandi.
Umsækjendurnir eru eftirfarandi:
Anna Sigríður Ólafsdóttir
Ása Hlín Benediktsdóttir
Finney Rakel Árnadóttir
Ingibjörg Sólrún Sigmarsdóttir
Ísabella Ósk Másdóttir
Jóhann Jóhannsson
María Neves
Natasza Gutkowska
Ólöf Birna Jensen
Tinna Ólafsdóttir