Tísku­keðjan For­e­ver 21 lýsti sig í gær, sunnu­dag, gjald­þrota.

„Við höfum óskað um leyfi til að loka allt að 178 verslunum í Banda­ríkjunum. Á­kvörðunin um hvaða búðum verður lokað og hverjum ekki fer eftir sam­ræðum okkar við leigu­sala,“ segir í yfir­lýsingu sem verslunar­keðjan sendi frá sér í gær.

For­e­ver 21 var stofnað árið 1984 og rak alls 815 verslanir í 57 löndum. Fyrir­tækið á­ætlar að flestum verslunum þeirra í Asíu og Evrópu verði lokað, en að þau fari ekki alveg af markaði í Banda­ríkjunum. Í síðustu viku var greint frá því að allar verslanir þeirra myndu loka í Japan fyrir lok októ­ber­mánaðar. Talið er að alls 350 verslunum þeirra verði lokað víða um heim.

Dóttur­fé­lag þeirra í Kanada hefur einnig lýst sig gjald­þrota og stefnir á að loka öllum 44 verslunum sínum. For­e­ver 21 verslanir verða enn reknar í Mexíkó og Mið-Ameríku.Í um­fjöllun BBCum gjald­þrotið segir að það megi bæði rekja til aukinnar sam­keppni á markaði, svo sem við net­verslanir, en auk þess hafi verslunin tapað fókus og ekki að­greint sig nægi­lega vel frá helstu keppi­nautum sínum eins og H&M og Zöru.