Grænar lausnir Klappa miða meðal ann­ars að því að hjálpa fyrirtækjum, sveit­ar­fé­lögum og stofn­unum að byggja upp inn­viði á sviði upp­lýs­inga­tækni til að takast á við miklar áskor­anir sem framundan eru í umhverf­is­mál­um, ekki síst vegna alþjóðlegra skuldbindinga um að draga úr meng­un. Klappir hafa vaxið mjög mikið á síðustu þremur árum og rúmlega fjögur þúsund notendur í yfir 20 löndum nýta lausnir félagsins. Klappir stofnuðu fyrr á árinu dótturfélagið Klappir Nordic ApS og opnuðu skrifstofu við Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn.

Tinna hefur starfað í sjálfbærni- og umhverfismálum um hríð, sér í lagi í hagsmunagæslu. Hún er forseti Ungra umhverfissinna, einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins og var skipuð af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í Loftslagsráð. Tinna er jafnframt ungmennafulltrúi Íslands í sérfræðingahóp Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra þróun. Áður gegndi hún stöðu ungmennafulltrúa Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði sjálfbærrar þróunar ásamt því að vera varafulltrúi á sviði mannréttinda. Tinna hefur hlotið viðurkenningu fyrir störf sín, en hún var valin Félagi ársins 2021 hjá Landssambandi ungmennafélaga.

Tinna hefur einnig gegnt ýmsum öðrum verkefnum á sviði sjálfbærni, m.a. var hún skipuð formaður dómnefndar Kuðungsins árið 2022, umhverfisviðurkenningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, skipuð í dómnefnd fyrir Arctic Awards á vegum Northern Periphery and Arctic Programme og í ráðgjafarnefnd fyrir NAARCA. Tinna er með meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands auk B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði.