Aldrei hafa borist fleiri innsendingar en í ár og samkeppnin er því mikil. Hvert fyrirtæki sem tilnefnt er mun halda ítarlega kynningu á markaðsstarfi fyrirtækisins fyrir dómnefnd ÍMARK.

Fyrirtækin fimm sem valin hafa verið af dómnefnd eru eftirfarandi:

 • Krónan
 • Blush
 • 66°Norður
 • Lyfja
 • Atlantsolía

Íslensku markaðsverðlaunin verða síðan afhent við hátíðlega athöfn þann 15. desember næstkomandi. Verðlaunin eru veitt því fyrirtæki sem hefur verið áberandi í markaðsmálum á síðastliðnum tveimur starfsárum og þykir hafa sannað að sýnilegur árangur hafi náðst. Við ákvörðun um verðlaunahafa verður tekið mið af fagmennsku við markaðsmálin og að fjárhagslegt öruggi sé til staðar, ásamt því að skoðuð verða ýmis önnur gögn sem dómnefnd hefur aðgang að. Viðkomandi fyrirtæki hlýtur nafnbótina í tvö heil ár, þar sem verðlaunin eru veitt annað hvert ár á móti markaðsmanneskju ársins.

Dómnefndina í ár skipa:

 • Halldór Harðarson, meðeigandi Brú strategy
 • Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar
 • Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo
 • Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar
 • Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður dómnefndar og stjórnar ÍMARK
 • Dr. Eyþór Jónsson, meðeigandi Akademias / CBS / HÍ
 • Svanhvít Friðriksdóttir, ráðgjafi í almannatengslum
 • Ragnar Már Vilhjálmsson, Manhattan Marketing / Bifröst
 • Guðmundur Gunnarsson, ritstjóri Markaðarins hjá Fréttablaðinu

„Íslensku markaðsverðlaunin eru mikilvægur þáttur í því að auka veg og virðingu markaðsmála á Íslandi og stuðla að aukinni fagmennsku í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja, sem er einn megintilgangur ÍMARK,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri ÍMARK.

„Það verður spennandi að sjá hvaða fyrirtæki verður valið markaðsfyrirtæki ársins, því aldrei hafa borist fleiri innsendingar og mörg alveg framúrskarandi fyrirtæki sem berjast um nafnbótina. Eins er gaman að sjá ný fyrirtæki koma inn á listann.“