Tvö mál verða á dag­skrá hlut­hafa­fundar í Festi hf. sem boðað hefur verið til 14. júlí næst­komandi. Auk stjórnar­kjörs verður borin upp til­laga um breytingu á sam­þykktum fé­lagsins þess efnis að nafni fé­lagsins verði breytt úr Festi í Sundrungu.

Þetta kemur fram í aug­lýsingu um hlut­hafa­fundinn í Frétta­blaðinu í dag.

Á­greiningur er milli stjórnar og margra hlut­hafa um starfs­lok for­stjórans Eggerts Þórs Kristófers­­sonar í byrjun síðasta mánaðar og er það á­stæða þess að boðað er til fundarins.

Til­nefninga­nefnd hefur til­nefnt níu í stjórnina, þar á meðal alla sitjandi stjórnar­menn. Að­eins fimm sitja í stjórninni og því er ljóst að ekki fá allir stjórnar­sæti sem vilja.

Heimildarmenn Fréttablaðsins eiga von á að stjórnin verði endur­nýjuð að hluta eða öllu leyti.

Af til­lögu um nafn­breytingu má ráða að enn sé sundrung innan fé­lagsins og búast megi við róstur­sömum hlut­hafa­fundi.