Rio Tin­to mun skoða allar leiðir þegar kemur að endur­skoðun á starf­semi ál­versins í Straums­vík (ISAL) og meðal annars kemur til greina að loka því. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Rio Tin­to.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá fundaði Rann­veig Rist, for­stjóri ál­versins, með öllum starfs­mönnum þess í morgun. Var til­efnið þrengingar í rekstri þess. Eig­andi ál­versins, Rio Tin­to, hefur kallað eftir endur­skoðun á raf­orku­samningi vegna þessa.

Gert er ráð fyrir því að endur­skoðunar­ferlinu verði lokið á fyrri helmingi þessa árs. Allar leiðir verða skoðaðar, meðal annars lokun og fram­leiðslu­minnkun.

Í til­kynningunni segir að rekstur ISAL verði á­fram ó­arð­bær til skemmri og meðal­lengri tíma vegna ó­sam­keppnis­hæfs orku­verðs og sögu­lega lágs verðs á áli.

Haft er eftir Alf Barrios, for­stjóra Rio Tin­to Aluminium, að unnið hafi verið mark­visst að því að bæta af­komu ál­versins. Það sé engu að síður ó­arð­bært og ekki sam­keppnis­hæft í krefjandi markaðs­tað­stæðum vegna hás raf­orku­kostnaðar.

„Við höfum unnið markvisst að því að bæta afkomu ISAL. Álverið er engu að síður óarðbært og er ekki samkeppnishæft í krefjandi markaðsaðstæðum vegna hás raforkukostnaðar.

Rio Tinto mun kanna þær leiðir sem álverinu eru færar með það að markmiði að gera rekstur ISAL fjárhagslega sjálfbæran á ný.

Framlag ISAL til íslensks efnahagslífs er umtalsvert og við munum vinna náið með þeim sem eiga gagnkvæma hagsmuni að því að treysta framtíð ISAL, þ.m.t. ríkistjórn, Landsvirkjun, starfsfólki, stéttarfélögum og sveitarfélaginu.“