Kín­verski sam­fé­lags­miðillinn TikTok, sem nýtur sí­vaxandi vin­sælda um heim allan, hyggst á næstunni hefja inn­reið á net­verslunar­markaðinn og fara í beina sam­keppni við sam­fé­lags­miðlarisann Face­book. Þetta kom fram á kynningu fyrir aug­lýs­endur um nýja mögu­leika sem TikTok ætlar að kynna á árinu.

Meðal þess sem TikTok ætlar að byrja með er að gera þeim sem birta mynd­skeið á miðlinum kleift setja með því hlekk í vöru sem þeim líkar við, jafnvel þó að við­komandi hafi ekki undir­ritað sér­stakan samning við vöru­fram­leiðandann um að kynna vöruna.

TikTok ætlar einnig að bjóða upp mögu­leika fyrir fyrir­tæki til að kynna vöru­lista á miðlinum. Auk þess verður hægt að streyma verslun í beinni, eins konar far­síma­út­gáfa af sjón­varps­verslun. Þá geta not­endur TikTok keypt vörur með nokkrum smellum eftir að sjá þær í mynd­skeiðum. Sam­fé­lags­miðillinn hefur undan­farið unnið með banda­rísku verslunar­keðjunni Wal­mart í að þróa verslunar­mögu­leika á TikTok. Það hefur einnig unnið með banda­rísku net­verslunar­þjónustunni Shopi­fy með þetta að markmiði.

Fréttablaðið/Getty

Sam­kvæmt Financial Times munu þessar fyrir­ætlanir TikTok koma því í beina sam­keppni við Face­book. Insta­gram, sem er í eigu Face­book, kynnti í fyrra í nokkrum löndum leiðir til að auð­velda not­endum að kaupa vörur sem á­hrifa­valdar á Insta­gram aug­lýsa. Insta­gram hefur líka farið í sam­keppni við TikTok með svo­kölluðum Reels mögu­leika sem býður not­endum upp á að skoða mynd­skeið með svipuðum hætti og á TikTok.

Aug­lýs­endur eru sumir hverjir efins um hve mikil á­hrif þessar breytingar á TikTok munu hafa og hvort inn­reið miðilsins á aug­lýsinga­markað muni skila miklu. Sam­kvæmt hátt­settum starfs­manni stórrar aug­lýsinga­stofu sem Financial Times ræddi við er miðilinn enn að slíta barns­skónum og ekki orðinn svo þróaður að stórir aug­lýs­endur vilji skuld­binda sig við að nota hann til að selja vörur.

Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seti.

Lengi hefur staðið styr um TikTok, einkum vegna kín­versks eignar­halds þess og upp­­runa. Stjórn Donald Trump, fyrr­verandi Banda­­ríkja­­for­­seta, fór mikinn gegn TikTok og freistaði þess í­trekað að banna miðilinn í Banda­ríkjunum, án árangurs. Af­­staða Joe Biden, nú­verandi for­­seta, til TikTok-málsins er ekki kunn á þessari stundu en margir aug­­lýs­endur telja að vegna stjórnar­­skiptanna séu á­hyggjur af því að hann verði bannaður í Banda­­ríkjunum ó­­þarfar.