Innlent

Tiger Global kaupir fyrir milljarð dala í SoftBank

Masayoshi Son, forstjóri og stjórnarformaður SoftBank Group. Fréttablaðið/Getty

Bandaríska fjárfestingafélagið Tiger Global hefur eignast yfir eins milljarða dala hlut í japönsku samsteypunni SoftBank Group og telur að samsteypan sé verulega undirverðlögð á hlutabréfamarkaði.

Í bréfi til fjárfesta sinna sögðu forsvarsmenn Tiger Global, en félagið stýrir um 22 milljörðum dala, að það væri „sérstakt“ að eignir SoftBank væru metnar á lægra verði á markaði miðað við bókfært virði þeirra. Ólíklegt væri að sú yrði raunin til lengdar, að því er segir í frétt Financial Times.

Markaðsvirði SoftBank er um 86 milljarðar dala en samsteypan á meðal annars 27 prósenta hlut í kínverska netrisanum Alibaba og 43 prósenta hlut í Yahoo í Japan. Þá stýrir SoftBank auk þess fjarskiptafélögunum SoftBank Mobile og Sprint og fer auk þess með hlut í fjölmörgum tækni- og fjarskiptafélögum til viðbótar.

Að mati stjórnenda Tiger Global gæti markaðsvirði SoftBank aukist um 73 milljarða dala ef helsta fjárfestingasjóði japanska félagsins, tæknisjóðinum Vision Fund, tekst að ríflega tvöfalda fjárfestingar sínar á næstu sjö árum.

Tiger Global sagðist í bréfinu sjá „fjölmörg tækifæri“ fyrir SoftBank til þess að auka virði félagsins, hluthöfum til hagsbóta. Þau gætu meðal annars falist í skráningu símafyrirtækis SoftBank í Japan á hlutabréfamarkað, sölu á Sprint til bandaríska keppinautarins T-Mobile, kaupum á eigin bréfum og uppskiptingu á hlut SoftBank í Alibaba.

Tiger Global var stofnað af fyrrverandi sjóðsstjórum hjá vogunarsjóði fjárfestisins Julian Robertsons, Tiger Management. Vogunarsjóður Tiger Global skilaði ávöxtun upp á 15,9 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins en ávöxtunin reyndist ein sú besta á meðal bandarískra vogunarsjóða á tímabilinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Rauðleitt í Kauphöllinni

Fjármálamarkaðir

Landsbankinn greiðir ríkissjóði 9,5 milljarða í arð

Innlent

Kröfur á Samson námu 77 milljörðum króna

Auglýsing

Nýjast

Björgólfur býður sig fram til stjórnar N1

VÍS lokar skrif­stofum og segir upp fólki

Vafi leikur á rekstrarhæfi Bílanausts

Lækkanir í Kauphöllinni

Icelandair í viðræðum um kaup í ríkisflugfélagi

Holyoake selur fyrir mörg hundruð milljónir í ISI

Auglýsing