Veltan í rafrænni mathöll Símans Pay tífaldaðist á milli mánaða eftir að boðið var upp á tilboð eða matseðil í hverri viku þar sem allir réttir eru á þúsund krónur. „Þetta sló rækilega í gegn,“ segir Gunnar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Símans Pay, og tekur fram að tilboðin gildi fyrir alla notendur, óháð fjarskiptafélagi. Ekki var hægt að fá upplýsingar um hver veltan var af samkeppnisástæðum.

Mathöllin er samstarfsverkefni Símans Pay og SalesCloud. Rúmlega 50 þúsund notendur eru með Símann Pay forritið.

Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maikai, segir að viðskiptavinir panti aftur og aftur í gegnum Símann Pay, væntanlega því það sé svo einfalt í notkun.

Gunnar segir að veitingastaðir sem nýta forritið fái aukinn sýnileika og gagnlegar upplýsingar byggðum á notkun viðskiptavina.