Sigurður Hannes­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðarins, segir tíðindin af rekstrar­erfið­leikum ál­versins í Straums­víks stað­festa að efna­hags­leg ó­veðurs­ský séu yfir Ís­landi. Staðan sé graf­alvar­leg, en hann vonast til þess að endur­skoðun á rekstrar­grund­velli muni fela í sér já­kvæðar niður­stöður.

Líkt og fram hefur komið hafa for­svars­­­menn Rio Tin­to greint frá því að allar leiðir verði kannaðar til að bregðast við þrengingum í rekstri ál­versins. Þar á meðal kemur til greina að loka ál­verinu al­farið. Um 500 manns vinna í ál­verinu og því ljóst að mörg störf eru í húfi.

For­svars­­menn fyrir­­­tækisins hafa fundað með Bjarna Bene­dikts­­syni, fjár­­mála-og efna­hags­ráð­herra, vegna erfið­leikanna. Þar er mat stjórn­endanna að raf­­orku­­samningur frá 2010 þrengi svo að starf­­seminni, að ekki verði við það lengur unað.

„Þetta er náttúru­lega graf­alvar­leg staða. Við höfum talað um það núna upp á síð­kastið að það séu ó­veðurs­ský yfir Ís­landi og ég held að þetta stað­festi það,“ segir Sigurður í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Þarna er auð­vitað mikið í húfi, margir starfs­menn og um­svifin teygja sig auð­vitað svo­lítið langt út. Ál­verið er að kaupa þjónustu af mörgum fyrir­tækjum í nær­sam­fé­laginu,“ segir Sigurður.

Lands­virkjun til­kynnti í dag að hefja ætti við­ræður við fyrir­tækið vegna raf­orku­samningsins. Tekið var fram að Lands­virkjun teldi samninginn enn rétt­látan fyrir báða aðila.

Sigurður segir að Sam­tök iðnaðarins hafi haft á­hyggjur af stöðunni í lengri tíma. „Staðan á al­þjóða­mörkuðum er vissu­lega krefjandi en það er á­huga­vert að sjá það í til­kynningu fyrir­tækisins í morgun, að þar er sér­stak­lega vísað til þess að raf­orku­verð sé ekki sam­keppnis­hæft,“ segir hann.

„Það eru auð­vitað býsna skýr skila­boð. Að þrátt fyrir þessar krefjandi að­stæður sem auð­vitað öll ál­ver í heiminum glíma við, að þá virðist þetta vera staðan hér. Að raf­orku­verðið sem þessu fyrir­tæki býðst virðist ekki vera sam­keppnis­hæft.“

Hann segir að sam­tökin voni að við endur­skoðun á rekstrinum sjái fyrir­tækið grund­völl fyrir á­fram­haldandi starf­semi á Ís­landi.

„Eins og bent er á í til­kynningunni að þá stendur til að eiga sam­töl við helstu hag­aðila. Þar er vísað í stéttar­fé­lög, Lands­virkjun, stjórn­völd og fleiri þannig að þá vonandi skila þau sam­töl ein­hverjum árangri, þannig að fyrir­tækið sjái frekari grund­völl fyrir starf­semi hér á landi.“