Björg­ólfur Jóhanns­son, for­stjóri Sam­herja, segir að sér þyki gagn­rýni á innri rann­sókn fé­lagsins á meintum brotum þess furðu­leg, ívið­tali við Við­skipta­blaðið. Þar kemur jafn­framt fram að fé­lagið sé enn við veiðar í Namibíu.

Líkt og fram hefur komið sendi fé­lagið frá sér til­kynningu í að­draganda um­fjöllunar um Sam­herja­skjölin svo­kölluðu, um að norska lög­manns­stofan Wik­borg Rein, hefði verið fengin til að rann­saka starf­semi Sam­herja. Var þetta gagn­rýnt, meðal annars af Evu Joly, verjanda Jóhannesar Stefáns­sonar, upp­ljóstrara í málinu.

Í sam­tali við Við­skipta­blaðið segir Björg­ólfur að sama ráðningar­sam­band sé við lýði og þegar endur­skoð­endur undir­riti árs­reikninga fyrir­tækja. Tekur hann fram að traust skipti slík fyrir­tæki öllu máli. Hann leggur á­herslu á að Sam­herji sé til­búnn til sam­starfs með opin­berum aðilum sem þess óski. Ekkert verði dregið undan.

Þá kemur fram að Sam­herji hafi árið 2017 á­kveðið að hætta starf­semi í Namibíu. Eitt skip fé­lagins hafi verið selt og þá sé stefnt að því að selja annað skip. Björg­ólfur segir að enn sé eitt skip á vegum fé­lagsins við veiðar í namibískri land­helgi. Nú sé verið að landa aflanum í flutninga­skip, enn sé stefnt að því að selja starf­semina og engin stefnu­breyting orðið þar á.