Finnska ferða­þjónustu­fyrir­tækið Aur­ora Hut hefur slegið í gegn á nor­rænum markaði með hús­báta sína. Bátarnir eru há­tækni­lega þróaðir, um­hverfis­vænir, að stórum hluta úr gleri og er hægt að koma þeim fyrir bæði á vatni og á þurru landi.

Hús­bátar Aur­ora Hut voru meðal annars kynntir á Mid-At­lantic ráð­stefnunni sem fór fram á vegum Icelandair í Laugar­dals­höll um síðustu helgi. Eliza Reid for­seta­frú og Lilja Al­freðs­dóttir, menningar- og við­skipta­ráð­herra, voru meðal þeirra sem virtu hús­bátana fyrir sér.

Tomi Si­pola, sölu­stjóri Aur­ora Hut, var staddur á ráð­stefnunni þar sem hann sýndi á­huga­sömum gestum gisti­rýmið og svaraði spurningum þeirra.

Aðsend mynd

„Hug­myndin er að fá æðis­lega upp­lifun hvar sem er og án þess að skaða um­hverfið. Þú getur til dæmis séð norður­ljósin á besta stað og þarft ekki að bora neitt eða setja upp neitt raf­magns­kerfi. Jafn­vel þótt það sé 50 stiga frost úti, þá er hlýtt hérna inni. Þú bara slakar á og nýtur náttúrunnar.“

Hús­bátarnir, (fljótandi hótelin) eru fram­leiddir í verk­smiðju Aur­ora­Hut Oy í Yli­vieska í Finn­landi og eru allir í­hlutir keyptir af verk­tökum sem eru stað­settir eins ná­lægt verk­smiðjunni og hægt er. Fyrir­tækið leggur mikla á­herslu á um­hverfis­vernd og fylgir mjög ströngum reglu­gerðum þegar kemur að efnis­flæði og með­höndlun á úr­gangi.

Norbert Wiśniewski

„Það að vera um­hverfis­væn er mjög mikil­vægt fyrir okkur. Hita­kerfið er til dæmis knúið á­fram með dísil­olíu sem er búin til úr úr­gangi. Við viljum passa að allt sem við gerum sé um­hverfis­vænt og þar að auki endur­vinnan­legt,“ segir Tomi.

Hús­bátarnir komu fyrst til landsins í fyrra­sumar og hægt var að bóka 140 þúsund króna ævin­týra­ferð sem inni­hélt siglingu um Fjalls­ár­lón og gistingu í hús­bátnum á lóninu sjálfu. Hátt verð á slíkri gistingu tengist ef til vill verð­miða bátsins, en einn Aur­ora Hut kostar í kringum 50 þúsund evrur.

„Þeir segja að ég sé með bestu stað­setninguna sem þeir hafa séð"

Stein­þór Arnar­son, fram­kvæmda­stjóri Fjalls­ár­lóns ehf., sér um rekstur hús­bátanna á Ís­landi og segist von­góður fyrir komandi sumar. Hann sé þegar búinn að taka á móti nokkrum bókunum og er öruggur með stað­setninguna. „Tals­menn fyrir­tækisins hafa heim­sótt ein­hverjar hundrað stað­setningar þar sem þessir hús­bátar eru og segja þeir að ég sé með bestu stað­setninguna sem þeir hafa séð,“ segir Stein­þór.

Hann segist leggja mikla á­herslu á að stað­setja hús­bátana þar sem þeir eru ekki fyrir neinum og valda ekki neinni sjón­mengun. „Bátarnir eru alltaf frekar vel faldir og svo þegar ég sigli mína leið með­fram lóninu þá verður maður varla var við þá.“

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Eliza Reid forsetafrú og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir virða fyrir sér hótelherbergið sem var til sýnis á Mid-Atlantic ráðstefnunni.
Fréttablaðið/Anton Brink

Tomi og Stein­þór við­halda nánu sam­starfi og virðast leggja á­herslu á svipuð at­riði þegar kemur að ferða­þjónustu. Hús­bátarnir eru um­hverfis­vænir en engu að síður hlaðnir auka­búnaði svo sem þráð­lausri net­tengingu, eld­húsi og hljóm­kerfi

„Það er meira að segja hola í miðjunni fyrir fisk­veiðar og svo líka æðis­legt hljóm­kerfi þannig að þú getur dorgað við rúmið á meðan þú hlustar á Elvis,“ segir Tomi.