Aur­björg hefur ráðið þrjá nýja starfs­menn í vöru­þróunar­teymi sitt til að styðja við frekari vöxt fyrir­tækisins.

Kar­lotta Guð­laugs­dóttir var ráðin sem við­móts- og upp­lifunar­hönnuður. Kar­lotta er með diplóma­gráðu í tölvunar­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík og stundaði jafn­framt nám í al­mennri hönnun við Tækni­skólann. Áður en Kar­lotta gekk til liðs við Aur­björgu starfaði hún hjá Júní sem staf­rænn hönnuður og heldur hún einnig úti Insta­gram-reikningnum „bíbí og baka“.

Auk Kar­lottu voru tveir bak­enda­for­ritarar ráðnir til starfa, þeir Trausti Kou­ichi Ás­geirs­son og Þröstur Inga­son. Trausti er með B.S. gráðu í tölvunar­fræði frá Há­skóla Ís­lands og starfaði áður sem for­ritari hjá Sabre Air­line Solutions. Hann er úr Breið­holti en á ættir að rekja til Japans.

Þröstur er með B.S gráðu í tölvunar­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík. Hann starfaði síðast við hug­búnaðar­þróun hjá Seðla­banka Ís­lands og Reikni­stofu bankanna.

„Kar­lotta, Trausti og Þröstur eru frá­bær við­bót við ört vaxandi teymi Aur­bjargar. Fyrir­tækið er í miklum sóknar­hug og mun sér­þekking þeirra hjálpa okkur að þróa enn hraðar nýjar og fram­sæknar lausnir,“ segir Jóhannes Ei­ríks­son, fram­kvæmda­stjóri Aur­bjargar.