Landsnet hefur ráðið Þorvald Jacobsen í starf framkvæmdastjóra kerfisstjórnunarsviðs Landsnets þar sem hann mun fara fyrir hópi sem ber ábyrgð á rekstri flutningskerfisins og upplýsingatæknimálum og þeirri þróun sem á sér stað í átt að snjallari rafrænni framtíð hjá Landsneti.

Þorvaldur er menntaður rafmagnsverkfræðingur og tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í rafmagnsverkfræði frá The University of Texas at Austin.

Hann hefur undanfarin 16 ár starfað sem stjórnandi, meðal annars hjá VÍS og Nýherja og nú síðast sem ráðgjafi hjá Valcon Consulting A/S ásamt því að sitja í stjórn Landsbankans og Sensa.

„Það er frábært að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri vegferð sem Landsnet er á, fá tækifæri til að taka þátt í að móta rafmagnaða framtíð. Landsnet er spennandi fyrirtæki, með mikinn metnað og ég er fullur tilhlökkunar að verða hluti af þessu neti og leggja mitt að mörkum til að gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Þorvaldur.