Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa ráðið Þorstein Skúla Sveinsson sem aðstoðarframkvæmdastjóra.

Þorsteinn starfaði áður fyrr sem lögfræðingur hjá stéttarfélagsins Sameyki og þar á undan var hann sérfræðingur á kjaramálasviði VR. Hann er með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá sama skóla árið 2014.

„Velferðarmálin snerta okkur öll og mikilvægt er að um fyrirtækin sem að þeim starfa sé góð umgjörð. Ég hlakka því mikið til að takast á við verkefnin hjá SFV, sem eru bæði spennandi og krefjandi,“ segir Þorsteinn.

„Hann hefur víðtæka reynslu af almannaþjónustu og kjaramálum, sem mun reynast vel í þeim verkefnum sem fram undan eru."

Sigurjón N. Kjærnested, framkvæmdastjóri SFV, segir að það sé mikill fengur fyrir samtökin að fá Þorstein til liðs við fyrirtækið.

„Hann hefur víðtæka reynslu af almannaþjónustu og kjaramálum, sem mun reynast vel í þeim verkefnum sem fram undan eru. Má þar nefna komandi kjaraviðræður, þar sem Þorsteinn verður formaður samninganefndar SFV,“ segir Sigurjón.