Þor­steinn Már Bald­vins­son, einn eig­enda Sam­herja og fyrr­verandi for­stjóri, hefur sagt sig úr stjórn fær­eyska út­gerðar­fé­lagsins Fram­herja í Fær­eyjum. Þetta kemur fram á vef fær­eyska frétta­miðilsins in.fo.

Þor­steinn var jafn­framt stjórnar­for­maður fé­lagsins en Sam­herji á fjórðungs­hlut í fé­laginu, sem er stærsta út­gerðar­fé­lag Fær­eyinga. Sam­herji kom að stofnun fyrir­tækisins árið 1994 og gerir það út þrjá togara frá Fugla­firði.

Þor­steinn tók á­kvörðun á fimmtu­dag um að stíga tíma­bundið til hliðar sem for­stjóri Sam­herja, í kjöl­far frétta í frétta­skýringa­þættinum Kveik og Stundarinnar af meintum mútu­greiðslum fé­lagsins í Namibíu. Árni Aba­salon­sen kemur inn í stjórnina í stað Þor­steins.

Þegar Þor­steinn steig til hliðar sem for­stjóri Sam­herja sagðist hann hafa gert það vegna þess að honum hafi blöskrað um­ræðan undan­farna daga. Þor­­steinn sagð­i með því að stíg­a til hlið­ar von­að­ist hann til þess að það sem hann kallaði á­rás­ir á starfs­­menn fyr­ir­tæk­is­ins mynd­u hætt­a og að um­­ræð­an mynd­i ró­ast.

Björg­ólfur Jóhanns­son, for­stjóri Sam­herja, segir í dag að hann líti svo á að hlut­verk hans sem for­stjóri fé­lagsins sé að tryggja að fé­lagið lifi af. Hann segir jafn­framt að rann­sókn norskrar lög­fræði­stofu á málinu í Namibíu sé í fullum gangi.

Ekki liggi ljóst fyrir hve­nær niður­stöður liggja fyrir í um­ræddri rann­sókn, ekki séu tíma­mörk til staðar en nauð­syn­legt að koma öllum gögnum og upp­lýsingum á fram­færi sem fyrst. Stjórn fé­lagsins taki málinu al­var­lega.