Lyfjablóm krafðist 2,3 milljarða í skaðabætur vegna háttsemi stjórnenda fjárfestingafélagsins Gnúps hf. árin 2007 og 2008.

Héraðsdómur hafði árið 2019 sýknað Þórð Má og Sólveigu af þessum sömu kröfum á grundvelli fyrningar og tómlætis.

Landsdómur ómerkti þann sýknudóm og vísaði málinu aftur til héraðsdóms.

Nú liggur niðurstaða héraðsdóms fyrir að nýju og er stefndu sýknuð á ný.

Stefnan gegn Þórði Má byggðist á því að hann hefði í störfum sínum sem forstjóri Gnúps brotið gegn hluthöfum félagsins. Krafan á Sólveigu er til komin vegna þess að hún situr í óskiptu dánarbúi Kristins Björnssonar, eiginmanns hennar, en hann var í forsvari fyrir fjárfestingar sínar og þriggja systra sinna. Saman áttu þau félagið Björn Hallgrímsson ehf. sem var einn eigenda Gnúps.

Eftir fall Gnúps var nafni Björns Hallgrímssonar ehf. breytt í Lyfjablóm ehf. og selt til Glitnis/Íslandsbanka í ágúst 2008.

Sonur einnar systur Kristins Björnssonar keypti löngu síðar Lyfjablóm ehf. af Íslandsbanka og stefndi Þórði Má og Sólveigu til greiðslu 2,3 milljarða vegna háttsemi Þórðar við stjórn Gnúps og Kristins ,eð málefni Lyfjablóms.

Nú liggur niðurstaðan fyrir. Öllum kröfum Lyfjablóms er hafnað meðal annars á grundvelli tómlætis og þess að hluthafar þess hafi ekki orðið fyrir fjártjóni vegna þeirrar háttsemi sem lögð er til grundvallar kröfugerð. Málskostnaður er felldur á Lyfjablóm.