Þóra Arnórs­dóttir hefur verið ráðin for­stöðu­maður Sam­skipta og upp­lýsinga­miðlunar hjá Lands­virkjun. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Þóra er þekkt fjöl­miðla- og heimildar­mynda­gerðar­kona og hefur starfað við frétta- og dag­skrár­gerð í um aldar­fjórðung. Hún hefur unnið bæði í út­varpi og sjón­varpi, hjá Stöð 2 og RÚV, síðustu ár sem rit­stjóri frétta­skýringa­þáttarins Kveiks.

Þóra var einnig stunda­kennari við Há­skóla Ís­lands um ára­bil þar sem hún kenndi al­þjóða­stjórn­mál. Hún hefur átt far­sælan feril og hlotið mörg verð­laun og til­nefningar fyrir störf sín í gegnum tíðina. Þóra er með B.A. gráðu í heim­speki frá HÍ og Há­skólanum í Genúa á Ítalíu og M.A. gráðu í al­þjóða­stjórn­málum og þróunar­hag­fræði frá Johns Hop­kins SAIS, Bologna og Was­hington DC.

Segir í til­kynningunni að það sé á­nægju­legt fyrir Lands­virkjun að fá Þóru til liðs við fyrir­tækið. Reynsla hennar og þekking mun koma sér vel í þeim á­huga­verðu verk­efnum og fram­kvæmdum sem fram undan eru. Nú sem endra­nær leggur Lands­virkjun mikla á­herslu á sam­vinnu og góð sam­skipti við al­menning, aðra hag­aðila og nær­sam­fé­lög, sam­hliða innri upp­lýsinga­gjöf til starfs­fólks. Það er mikil­vægt að hafa öflugan ein­stak­ling til að leiða slík verk­efni.