Breski ferðaþjónusturisinn Thomas Cook skoðar möguleikann á því að selja flugfélagið sem er rekið undir sama vörumerki.

Breska ríkisútvarpið greinir frá og segir að Thomas Cook leiti fjármagns til að fjárfesta meira í gistihúsastarfsemi sinni.

Flugfélag Thomas Cook skilaði hagnaði upp á 129 milljónir pund, jafnvirði rúmlega 20 milljarða króna, á síðasta ári. Félagið var hins vegar rekið með tapi á síðustu þremur mánuðum ársins. Það hefur 103 flugvélar á sínum snærum.

Sjá einnig: Thomas Cook stendur höllum fæti

Hlutabréfaverð Thomas Cook í kauphöllinni í London stóð í 146 pundum á hvern hlut í maí á síðasta ári en síðan þá hefur það fallið skarpt. Það stendur nú í 31 pundi.