Thelma Wilson hefur verið ráðin forstöðumaður þjónustuupplifunar viðskiptavina á vefverslunni Heimkaup.is, en frá þessu er greint í fréttatilkynningu. Ásamt því að bera ábyrgð á þjónustuupllifun viðskiptavina mun Thelma taka sæti í framkvæmdastjórn Heimkaupa og taka þátt í stefnu fyrirtækisins. Meðal verkefni Thelmu verður að tryggja að þarfir viðskiptavina verði ávallt í forgrunni.

Áður starfaði Thelma sem forstöðumaður upplifunar viðskiptavina hjá Icelandair. Hún hefur einnig starfað við ráðgjöf hjá KPMG og European Risk Insurance Company hf. Thelma er með BS gráðu í verkfræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Það er mikill fengur í Thelmu til starfa hjá Heimkaup.is. Þekkingu hennar og reynsla í tengslum við upplifun viðskiptavina og greiningu gagna bætir miklu við þá þekkingu sem við höfum yfir að búa. Verkfræðibakgrunnur Thelmu og þekking á straumlínustjórnun mun að auki bæta verulega við getu fyrirtækisins þegar kemur að því að innleiða verklag og ferla. Við bjóðum Thelmu hjartanlega velkomna til starfa,“ er haft eftir Jóni Diðriki Jónssyni stjórnarformanni.