„Ís­­lenska ríkið getur vart farið í betri fjár­­festingu“ sagði Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, á ráð­stefnu sem hann hélt í dag um breytingar sem eiga að tryggja sam­þættingu þjónustu í þágu far­sældar barna. Far­sældar­þjónusta í þágu barns er öll þjónusta sem á þátt í að efla eða tryggja far­sæld barns. Undir hana fellur opin­ber þjónusta á sviði mennta­mála, heil­brigðis­mála, lög­gæslu, fé­lags­þjónustu og barna­verndar.

Björn Brynj­úlfur Björns­son, hag­fræðingur, kynnti á ráð­stefnu fé­lags- og barna­mála­ráð­herra í dag mat sem hann fram­kævmdi á fjár­hags­legum á­vinningi breytinga Ás­mundars Einars á barna­verndar­kerfinu á Ís­landi. Slíkt mat hefur ekki verið fram­kvæmt hér á landi áður og er byggt að fyrir­mynd banda­rískrar rann­sóknar, ACE rann­sóknarinnar.

Björn sagði í kynningu sinni að svo það sé meta hvað við eigum þurfum við að skil­greina fyrst hvað við eigum. Hann sagði bestu leiðina til að skoða frá­vik og fjár­hags­legar af­leiðingar þeirra.

Hann sagði að það væri erfitt að meta far­sæld með beinum hætti en að á­föll í barn­æsku og af­leiðingar þeirra séu um allan heim mest notaða að­ferðar­fræðin til að meta far­sæld barna og til að raun­veru­lega geta á­ætlað fjár­hags­leg á­hrif breytinganna sem Ás­mundur Einar kynnti í dag þyrfti að svara þremur spurningum. Fyrst hver fjár­hags­legur kostnaður vegna frá­vika frá far­sæld í dag sé, í öðri lagi hvaða á­vinningi breytingarnar í frum­varpinu muni hafa í formi minnkunar á þessum kostnaði og svo í þriðja lagi hvað það kostar að inn­leiða breytingarnar á þann hátt að þær skili til­ætluðum árangri.

60 prósent barna upplifi áfall

Fram kom í máli Björns að á­föll í barn­æsku séu í raun al­geng og að gert sé ráð fyrir því að um 60 prósent barna upp­lifi ein­hvers konar á­fall eða á­föll frá 0 til 18 ára aldurs.
22 prósent upp­lifa eitt á­fall, 13 prósent tvö á­föll, átta prósent upp­lifa þrjú á­föll og svo eru heil 17 prósent sem upp­lifa fjögur á­föll eða fleiri. Al­gengasta á­fallið er skilnaður, eða í um 52 prósent til­fella. Á eftir því er til­finninga­leg mis­notkun, svo vímu­efna­notkun fjöl­skyldu­með­lims, geð­rænn vandi, heimilis­of­beldi, svo líkam­leg mis­notkun, kyn­ferðis­leg mis­notkun og svo að lokum fangelsis­vist fjöl­skyldu­með­lims.

Þá, eins og fjöldi rann­sókna sýnir, þá getur aukinn fjöldi á­falla leitt til ýmissar á­hættu­hegðunar, sjálfs­vígs­til­rauna, ör­orku, þung­lyndis eða kvíða og eftir því sem á­föllunum fjölgar þá aukast líkurnar á því að barn stundi ein­hvers konar á­hættu­hegðun, svo sem reykingar, mis­notkun eitur­lyfja eða kyn­líf fyrir 16 ára aldur.

Myndin er úr glærusýningu Björns Brynjúlfs í dag og sýnir stigvaxandi afleiðingar þeirra áfalla sem börn geta lent í.
Mynd/Björn Brynjúlfur Björnsson

Þegar áföllum fjölgar verður málið alvarlegt

Í máli Björns kom einnig fram að miðað við evrópskar rann­sóknir megi gera ráð fyrir því að allt að 2.500 börn á Ís­landi upp­lifi í það minnsta eitt á­fall á hverju ári og um eitt þúsund upp­lifi tvö á­föll eða fleiri.

„Margir upp­lifa á­föll og þau eru mis­jafn­lega al­var­leg. Skilnaður for­eldra er til dæmis skil­greindur sem á­fall í flestum rann­sóknum. Sú upp­lifun getur verið erfið fyrir suma en haft minni á­hrif á aðra. Svo eru marg­vís­leg al­var­legri á­föll, til dæmis að lenda í ein­elti eða vera beittur ein­hvers konar of­beldi. Flestir ná að vinna úr sínum á­föllum en þau sem lenda í í­trekuðum á­föllum eiga erfiðara með að vinna úr þeim. Þú getur að öllum líkindum komist yfir eitt á­fall sem barn, þess vegna án að­stoðar, en þegar á­föllunum fjölgar er málið orðið al­var­legra,“ segir Björn Brynj­úlfur.

Aukinn fjöldi áfalla eykur líkur á ýmiss konar áhættuhegðun.
Mynd/Björn Brynjúlfur Björnsson

Fækki um 50

Hann segir að ein á­huga­verðasta talan sem hann rakst á þegar hann fram­kvæmdi matið var að á hverju ári megi gera ráð fyrir að 350 börn nái ekki að vinna úr á­föllum hér á landi en verði breytingarnar inn­leiddar þá sé hægt að fækka þeim í 300.

„Við værum þá að grípa 50 af þessum börnum á ári. Í stað þess að 350 ein­staklingar eigi erfitt upp­dráttar í sam­fé­laginu þá ertu að að­stoða 50 af þeim og hjálpa þeim að byggja upp eðli­legt líf,“ segir Björn Brynj­úlfur.

Á­hrif slíkra á­falla koma víða fram í út­gjöldum hins opin­bera í formi aukins á­lags á heil­brigðis­kerfi, mennta­kerfi, fé­lags­lega þjónustu og réttar­vörslu­kerfi. Til við­bótar leiða þau til aukinna til­færslna í ör­orku­bótum og öðrum fé­lags­bótum auk lægri skatt­tekna hins opin­bera. Á Ís­landi megi gera ráð fyrir að við­bótar­kostnaður sem falli á hið opin­bera nemi um 100 milljörðum á ári.

„Með því að fækka í þessum hópi geta stjórn­völd dregið úr út­gjöldum og aukið skatt­tekjur. Þau sem ekki ná að vinna úr á­föllum kosta hið opin­bera mikla fjár­muni þar sem út­gjöld vel­ferðar­kerfanna til þeirra eru hærri en þær skatt­tekjur sem þau skila. Með því að fækka í hópnum um 50 manns á ári þá sparast miklir fjár­munir. Þeir ein­staklingar skila þá meiru í formi skatt­tekna en sem nemur kostnaði vel­ferðar­kerfisins vegna þeirra,“ segir Björn Brynj­úlfur.

Auka seiglu barna

Með þeim breytingum sem Ás­mundur Einar kynnir í dag er ein­blínt á að fækka börnum sem upp­lifa á­föll og að auka seiglu barna al­mennt.

Björn Brynj­úlfur sagði að það myndi taka að minnsta kosti 70 ár að fá fram full á­hrif frum­varpanna en segir þau þó fara að borga sig eftir ára­tug. Þá fari á­vinningur fram úr út­gjöldum og að hann haldi svo á­fram að vaxa.

„Þetta er eins og aðrar fjár­festingar. Fólk ræðst í þær af því að þær búa til verð­mæti. Ríkis­sjóður getur fjár­magnað sig á 0,4 prósent vöxtum og fjár­fest í verk­efni sem við á­ætlum að skili 11 prósent á­vöxtun. For­sendurnar þurfa að vera mjög skakkar til að sú niður­staða breytist. Ég treysti mér því til að full­yrða að þessar breytingar séu arð­bær lang­tíma­fjár­festing sem bæti af­komu hins opin­bera til fram­tíðar litið,“ segir Björn Brynj­úlfur.

Fréttin er unnin upp úr erindi Björns Brynj­úlfs á ráð­stefnu fé­lags- og barna­mála­ráð­herra og við­tali við Björn sem tekið var í dag, þann 30.11.2020.