Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bárust alls fimmtán umsóknir um starf Orkumálastjóra, en umsóknarfrestur rann út þann 12. janúar síðastliðinn.

Umsækjendur eru:

 • Auður Sigurbjörg Hólmarsdóttir, hönnuður
 • Baldur Pétursson, verkefnastjóri
 • Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri
 • Björn Óli Hauksson, ráðgjafi
 • Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir, verkfræðingur
 • Guðmundur Bergþórsson, verkefnastjóri
 • Guðmundur Þóroddsson, stjórnarformaður
 • Halla Hrund Logadóttir, meðstofnandi og framkvæmdastjóri
 • Heiðrún Erika Guðmundsdóttir, deildarstjóri
 • Jónas Ketilsson,yfirverkefnisstjóri
 • Jón Þór Sturluson, dósent
 • Lárus M. K. Ólafsson, sérfræðingur og viðskiptastjóri
 • Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri
 • Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, verkefnastjóri
 • Sigurjón Norberg Kjærnested, forstöðumaður
Guðni A. Jó­hann­es­son tók við starfi Orkumálastjóra þann 1. janú­ar 2008 og hefur því gengt starfinu í 13 ár.

Viðkomandi mun taka við starfinu af Guðna A. Jó­hann­es­syni.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skipar í stöðuna frá og með 1. maí næstkomandi. Ráðherra hefur skipað nefnd til að meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð um þá.

Nefndina skipa:

 • Kristín Haraldsdóttir lektor og formaður nefndarinnar,
 • Birgir Jónsson rekstrarhagfræðingur
 • Ingvi Már Pálsson skrifstofustjóri