Banda­ríski bíla­fram­leiðandinn Tesla hefur keypt raf­myntina Bitcoin fyrir 1,5 milljarða dollara. Fyrir­tækið hyggst bráð­lega taka við greiðslum í bitcoin fyrir bíla sína og yrði þar með fyrsti bif­reiða­fram­leiðandinn sem biði upp á bíla­kaup með raf­myntinni.

Elon Musk, einn stofnanda og for­stjóri Tesla, hefur lengi talað fyrir aukinni notkun bitcoin og segja fjár­mála­sér­fræðingar að í­trekaðar lof­ræður Musk um bitcoin eigi stóran þátt í hve mikið gengi raf­myntarinnar hefur hækkað. Einn bitcoin er nú metinn á rúmar 5,5 milljónir króna.

Verð bitcoin hefur hækkað eftir þessa tilkynningu Tesla sem og hlutabréf í bílaframleiðandanum, um 2,5 prósent í verslun fyrir opnun markaða.