Um­hverfis­verð­laun at­vinnu­lífsins voru til­kynnt við há­tíð­lega at­höfn í dag á Um­hverfis­degi at­vinnu­lífsins. Um­hverfis­fyrir­tæki ársins er Terra en fram­tak ársins á sviði um­hverfis­mála eiga Net­partar. Þetta kemur fram í til­kynningu.

For­seti Ís­lands, Guðni Th. Jóhannes­son til­kynnti verð­launiní dag. Terra hefur starfað við flokkun og söfnun endur­vinnslu efna frá árinu 1984 og vinnur með fyrir­tækjum, sveitar­fé­lögum og ein­stak­lingum í endur­vinnslu og um­hverfis­vænni úr­gangs­stjórnun með á­herslu á að koma öllum þeim efnum sem falla til í við­eig­andi far­veg og aftur inn í hring­rásar­hag­kerfið.

Terra rekur meðal annars jarð­gerðar­búnað til endur­nýtingar á líf­rænum efnum og gerir við­skipta­vinum sínum kleift að fylgjast með úr­gangs­tölum og endur­vinnslu­hlut­falli í raun­tíma.Gunnar Braga­son, for­stjóri Terra tók við verð­laununum fyrir hönd Terra.

„Þessi verð­laun eru mikil viður­kenning fyrir okkar starf og góð hvatning fyrir starfs­fólk Terra. En við höfum metnað til að gera enn betur. Með nýjum mark­miðum, nýjum starfrænum leiðum, grænum fjár­festingum og ís­lensku hug­viti viljum við stíga mikil­væg og græn skref inn í fram­tíðina, inn­leiða hring­rásar­hag­kerfi og efla mikið flokkun og endur­vinnslu. Þetta viljum við gera í sam­vinnu við fólkið í landinu, stjórn­völd og ís­lensk fyrir­tæki, til að draga úr mengun og gróður­húsa­á­hrifum og skapa um leið hag­kvæmara og betra þjóð­fé­lag.“

Net­partar eiga fram­tak ársins

Net­partar fengu verð­laun á Um­hverfis­degi at­vinnu­lífsins í dag fyrir fram­tak ársins á sviði um­hverfis­mála. For­seti Ís­lands, Guðni Th. Jóhannes­son, til­kynnti verð­launin en viður­kenninguna fá Net­partar fyrir að vera leiðandi í um­hverfis­málum við niður­rif bíla og sölu vara­hluta.

Mark­mið Net­parta hefur frá upp­hafi verið að stuðla að frekari nýtingu notaðra vara­hluta úr bif­reiðum sem og að endur­vinna þær með um­hverfis­vænum hætti til annarra hlut­verka. Það leiðir af sér betri nýtingu verð­mæta, stuðlar að minni sóun, minni urðun, betra um­hverfi og lofts­lagi. Þannig gegna Net­partar hlut­verki í hring­rásar­hag­kerfinu.

„Ég og við öll hjá Net­pörtum erum yfir okkur stolt og þakk­lát að hafa hlotið þessa viður­kenningu frá at­vinnu­lífinu sem er okkur sannar­lega mikil hvatning. Alveg frá stofnun Net­parta hafa um­hverfis­mál og sam­fé­lags­á­byrgð verið okkar leiðar­ljós, þar sem mark­miðið er að sem mest af ó­nýtum bíl fari aftur í annað hvort nýti­lega bíla­vara­hluti eða í önnur hlut­verk í hring­rásar­kerfinu. Við lítum á það sem okkar skyldu að stuðla að minni sóun og urðun fyrir betra um­hverfi og lofts­lagi og við erum þakk­lát fyrir þann með­byr sem finnum, frá bæði við­skipta­vinum og öðrum,“ er haft eftir Aðal­heiði Jacob­sen, fram­kvæmda­stjóra og eig­anda.