Í októ­ber síðast­liðnum var til­kynnt að franski fjár­festinga­sjóðurinn Ardian hefði samið við Símann um kaup á Mílu, sem á og rekur inn­viði fjar­skipta á Ís­landi. And­virði við­skiptanna er 78 milljarðar króna en kaup­samningur kvað á um fyrir­vara Sam­keppnis­eftir­litsins.

Eftir átta mánaða yfir­legu greindi Sam­keppnis­eftir­litið svo for­svars­mönnum Ardian frá því í síðustu viku að ekkert gæti orðið af sam­runanum ef til­tekin skil­yrði, sem lúta að við­skipta­sam­bandi Símans og Mílu, væru ekki upp­fyllt.

Ardian til­kynnti Símanum í kjöl­farið að um­rædd skil­yrði væru of í­þyngjandi til að salan gæti gengið í gegn og semja þyrfti að nýju um kaupin.

Vil­hjálmur Árna­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins og for­maður um­hverfis- og sam­göngu­nefndar, segir þessi tíðindi koma sér veru­lega á ó­vart. Hann segist vona að rök Sam­keppnis­eftir­litsins séu nægi­lega sterk til að rétt­læta ó­vissuna sem nú hefur skapast.

„Þetta eru við­skipti sem allir hafa talið til mikilla hags­bóta fyrir neyt­endur og nauð­syn­lega upp­byggingu fjar­skipta­inn­viða. Þetta er sér­stakt mál og alveg ljóst að rök Sam­keppnis­eftir­litsins fyrir þessum skil­yrðum verða að vera mjög sterk.“

Vil­hjálmur segist hafa á­hyggjur af þeim á­hrifum sem málið kunni að hafa á orð­spor landsins. „Hér hefur verið lögð gríðar­leg vinna í að gera Ís­land að á­lit­legum fjár­festingar­kosti. Þessar flækjur geta hæg­lega grafið undan þeirri vinnu.“

Að sögn Vil­hjálms er málið ekki síður sér­stakt í ljósi þeirrar um­ræðu sem átti sér stað í þinginu síðasta vetur.

„Við erum ný­búin að sam­þykkja lög um fjar­skipti þar sem var al­ger sam­staða um þá evrópsku fyrir­mynd sem fjár­festingar Ardian byggja á. Þar að auki liggur fyrir samningur á milli Mílu og stjórn­valda um þá þætti sem lúta að þjóðar­öryggi. Ég verð að segja að maður áttar sig ekki á hvaða skil­yrði þetta eru sem eftir­litið er að setja fram,“ segir Vil­hjálmur.

Ardian er einn stærsti fjár­festinga­sjóður sinnar tegundar í Evrópu. Sér­fræðingar á sviði fjar­skipta, sem Frétta­blaðið ræddi við, telja veru­legar líkur á að Ardian hætti við kaupin á Mílu. Annars vegar vegna skil­yrða Sam­keppnis­eftir­litsins en einnig vegna á­standsins í Evrópu.

Eftir að stríð braust út í Úkraínu hefur fjár­festinga­þörf í mikil­vægum inn­viðum stór­aukist um alla álfuna. Við slíkar að­stæður er talið ó­lík­legt að franski sjóðurinn sé reiðu­búinn að ganga á eftir samningum um kaup á fjar­skipta­inn­viðum hér á landi. For­sendur hafi breyst og fjár­festinga­þörf stór­aukist á mun stærri markaðs­svæðum.