Gylfi Magnús­son, for­maður banka­ráðs Seðla­banka Ís­lands, segir náms­samning við Ingi­björgu Guð­bjarts­dóttur, fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóra gjald­eyris­eftir­lits bankans, sér­stakan gjörning og telur að samningurinn sé eins­dæmi innan bankans, að því er fram kemur í há­degis­fréttum RÚV.

Þá segist Þórunn Guð­munds­dóttir, þá­verandi for­maður banka­ráðs, fyrst hafa séð samninginn í gær.

Samningurinn var af­hentur Frétta­blaðinu í gær, eftir að héraðs­dómur dæmdi blaða­manni Frétta­blaðsins í vil í máli bankans gegn honum þegar bankinn stefndi honum til að fá úr­skurð nefndar um upp­lýsinga­mál felldan úr gildi. Alls greiddi bankinn Ingi­björgu rúmar á­tján milljónir króna við starfs­lok hennar.

Gylfi segist ekki telja að aðrir svipaðir samningar hafi verið gerðir hjá bankanum. Hann segist leggja þann skilning í málið að um hafi verið að ræða einu leiðina til að halda Ingi­björgu í vinnu hjá bankanum.

„Ó­neitan­lega er þetta sér­stakur gjörningur. Þetta er auð­vitað bæði mjög há upp­hæð og frekar ó­venju­lega að þessu staðið,“ segir Gylfi í há­degis­fréttum.

„Minn skilningur er að þegar þessi samningur er gerður þá hafi í raun og veru samið um að starfs­maðurinn ynni áður en hann færi í nám heldur en eftir að hann færi í nám.“