Um ára­mótin mun niður­felling af hluta af virðis­auka­skatti sem lækkar verð á raf­magns­bílum renna sitt skeið, en þá má gera ráð fyrir tölu­verðum aftur­kipp í sölu raf­magns­bíla. Þetta segir Runólfur Ólafs­son, framkvæmdarstjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðar­eig­enda.

Í frétta­til­kynningu frá Bíl­greina­sam­bandinu kemur fram að hæsta hlut­fall seldra bíla á landinu það sem af er ári séu raf­magns­bílar. Runólfur segir að niður­felling á hluta af virðis­auka­skatti hafi spilað stórt hlut­verk í raf­­bíla-æðinu, á­samt háu elds­neytis­verði í kjöl­far á­takanna í Úkraínu, en það muni að öllum líkindum breytast á nýju ári.

„Það er búið að boða breytingar frá og með komandi ára­mótum og þá lækkar virðis­auka­skatts í­vilnunin annars vegar og svo hins vegar kemur á nýtt fimm prósent vöru­gjald á raf­bíla. Þannig að margir munu væntan­lega reyna að ná sér í raf­bíla áður en sú breyting gengur yfir,“ segir Runólfur.

Í­vilnanir stjórn­valda á raf­magns­bílum eru í dag í formi lækkaðs virðis­auka­skatts sem gildir út árið 2023, en þó að há­marki fyrir 20 þúsund bíla frá árinu 2012 og þar til kvótinn er tæmdur. Sam­kvæmt Bíl­greina­sam­bandinu má gera ráð fyrir að kvótanum verði náð á vor­mánuðum 2023. „Það hefur ýtt mörgum að kaupa sér raf­bíl sem fyrst,“ segir Runólfur, sem býst við að sala raf­magns­bíla dragist saman á nýju ári.

„Það má gera ráð fyrir því að það verði tölu­verður aftur­kippur í þessum orku­skiptum í sam­göngum á landinu. Af því að verð­munur á milli raf­bíla og hefð­bundinna bruna­hreyfils bíla verður orðinn það mikill að hinn al­menni borgari veigrar sér við að fara í raf­bílinn,“ segir Runólfur og telur hann að stefna stjórn­valda að fara í orku­skipti muni ganga til baka með þessum hætti.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB telur að sala rafbíla muni dragast saman um áramótin.

Á­kveðin land­svæði þurfa að bæta inn­viðina

Runólfur segir að tölu­vert fleiri væru búnir að fjár­festa í raf­bílum ef það væri nægi­legt fram­boð, en Co­vid-far­aldurinn hafði mikil á­hrif á fram­leiðslu raf­magns­bíla.

„Það er skortur á raf­magns­bílum miðað við eftir­spurn. Co­vid-far­aldurinn hafði vissu­lega á­hrif, það hefur verið skortur á tölvu­kubbum í bíla sem hefur komið hart niður á raf­bíla­fram­leiðslu. Fram­leið­endur, sér­stak­lega í Evrópu og Banda­ríkjunum hafa þurft að skera tölu­vert niður fram­leiðsluna og seinka því að nýir bílar komi frá verk­smiðjunum,“ segir Runólfur.

Rafbílaeigendur hafa lengi kallað eftir fleiri hleðslustöðvum, sérstaklega úti á landi, en dæmi eru um langar biðraðir við vegasjoppur og fjölfarna ferðamannastaði þar sem fólk keppist um hleðslustöðvar til að geta komið bílnum áleiðis.

Að­spurður hvort inn­viðurinn í landinu sé nægi­lega sterkur fyrir orkuskipti bílaflotans, segir Runólfur að það sé upp­bygging víðs vegar og að það gangi vel að raf­bíla­væða landið.

„Það eru á­kveðin land­svæði þar sem þarf að bæta inn­viðina. Það er tölu­verð mikil upp­bygging í gangi og það hefur allt verið að horfa til betri vegar. Einn megin hvatinn varðandi um­skiptin yfir í raf­bíl er líka að hafa að­gang að heima­r­af­magni, sem er líka já­kvætt sam­fé­lags­lega að fólk geti nýtt sér kvöld- og nætur­raf­magn, þegar neysla raf­magns er mikið minni,“ segir Runólfur.