Innlent

Telja Reiti undirverðlagða um 23 prósent

Greinendur Landsbankans meta gengi hlutabréfa í Reitum á 98,6 krónur á hlut en það er tæplega 23 prósentum hærra en núverandi gengi bréfanna.

Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, stærsta fasteignafélags landsins. Fréttablaðið/Daníel

Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Reitum á 98,6 krónur á hlut í nýju verðmati en það er tæplega 23 prósentum hærra en núverandi gengi bréfanna. Mæla greinendur bankans þannig með kaupum í fasteignafélaginu.

Í verðmatinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er bent á að hlutabréfaverð Reita, sem er stærsta fasteignafélag landsins, hafi lækkað um 27 prósent frá því það var hvað hæst í maí í fyrra þrátt fyrir að engar stórkostlegar breytingar hafi orðið á undirliggjandi rekstri og að ávöxtunarkrafa hafi lækkað vegna lægri verðtryggðrar ríkiskröfu.

Greinendur Landsbankans gera ráð fyrir að tekjur fasteignafélagsins verði 11.150 milljónir króna í ár og hækki um 3,4 prósent á milli ára en til samanburðar gera stjórnendur félagsins ráð fyrir að tekjur ársins verði á bilinu 11.050 til 11.200 milljónir króna. Hagfræðideildin spáir auk þess að rekstrarhagnaður (NOI) verði 7.400 milljónir króna á þessu ári, borið saman við 7.301 milljón í fyrra, en stjórnendur Reita gera ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn verði á bilinu 7.350 til 7.500 milljónir á árinu.

Ekki er tekið tillit til kaupa Reita á Vínlandsleið ehf. í verðmatinu en þó er tekið fram að ef af kaupunum verði yrði það virðisaukandi fyrir hluthafa fasteignafélagsins sem nemur um 1,2 krónum á hlut.

Forsvarsmenn Reita hafa áður greint frá því að fasteignamat fyrir næsta ár muni hækka fasteignagjöld félagsins um 17 prósent. Sérfræðingar hagfræðideildarinnar benda á að það gæti að óbreyttu þýtt 340 til 350 milljóna króna hækkun á rekstrarkostnaði á milli 2018 og 2019. Myndi það þýða að rekstrarhagnaður ársins 2019 yrði óbreyttur á milli ára.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Jóhann Gísli hættur hjá GAMMA

Innlent

Eigendur IKEA á Íslandi fengu 500 milljónir í arð

Dómsmál

Norðurturninn íhugar að áfrýja dómnum

Auglýsing

Nýjast

Neytendur

Heimkaup borgi 200 þúsund

Airbnb

ESB gefur Airbnb skýr fyrirmæli

Erlent

Rannsaka samstarf matvörurisa

Erlent

Hagvöxtur í Kína ekki minni í tvö ár

Erlent

Sagði ríkis­stjórninni að búa sig undir erfiða tíma

Þýskaland

Afkoma Deutsche langt umfram væntingar

Auglýsing