Innlent

Telja Haga undirverðlagða um 23 prósent

Gengi hlutabréfa í smásölukeðjunni er verðmetið 59,6 krónur á hlut samanborið við markaðsgengið 48,6.

Afkoma Haga á síðasta fjórðungi var undir spám greinenda. Fréttablaðið/Valli

Capacent metur markaðsvirði Haga á 67,8 milljarða króna samkvæmt nýju verðmati sem er rúmlega 23 prósentum meira en markaðsvirði fyrirtækisins er nú

Þannig er gengi hlutabréfa í smásölukeðjunni verðmetið 59,6 krónur á hlut samanborið við markaðsgengið 48,25.

Hagnaður Haga nam 708 milljónum króna á öðrum fjórðungi rekstrarárs verslunarfyrirtækisins, frá júní til ágúst, og jókst um 3,8 prósent frá sama tímabili í fyrra þegar hann var 682 milljónir króna. 

Afkoma Haga var nokkuð undir meðalspám greinenda, sem höfðu gert ráð fyrir hagnaði á bilinu 854 og 883 milljónum króna á fjórðungnum.

Sjá einnig: Afkoma Haga undir spám greinenda

Gengi hlutabréfa í Högum hefur lækkað um 0,67 prósent það sem af er degi í 167 milljóna króna viðskiptum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Svipmynd: Mikilvægt að fyrirtækið sé rétt stillt af

Innlent

Fasteignafélögin fengu meðbyr

Innlent

Skot­silfur: Leita til Logos og Deloitte

Auglýsing

Nýjast

Íslensk flugfélög geta samið um Síberíuflugleiðina

Fasteignafélög fengið nær alla athyglina í dag

Enn syrtir í álinn hjá Snapchat

Hættir sem fram­kvæmda­stjóri hjá Origo

Arion semur við Citi um ráðgjöf vegna Valitor

Arion banki gefur út víkjandi skuldabréf

Auglýsing