Markaðurinn

Telja bréf Haga undirverðlögð um 26 prósent

Hlutabréf í verslunarfyrirtækinu Högum eru undirverðlögð um 26 prósent samkvæmt nýju verðmati Capacent. Áhrif Costco á rekstur Haga virðast sífellt vera að minnka.

Innkoma Costco á markaðinn virðist hafa aukið skilvirkni í verslunarrekstri Haga að mati greinenda Capacent. Fréttablaðið/Anton Brink

Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent meta gengi hlutabréfa í Högum á 56,5 krónur á hlut í nýju verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum en það er um 26 prósentum hærra en gengi bréfanna stóð í - 44,9 krónur á hlut - við lokun markaða í dag.

Í verðmatinu er bent á svo virðist sem áhrifin af innkomu Costco á íslenskan markað á rekstur Haga séu sífellt að minnka. Þannig hafi tekjur Haga dregist saman um 2,4 prósent á fyrsta fjórðungi ársins en til samanburðar var tekjusamdrátturinn á milli ársfjórðunga 12,5 prósent þegar hann var hvað mestur strax í kjölfar opnunar Costco.

Sérfræðingar Capacent benda á að þótt áhrif bandaríska verslunarrisans á rekstur Haga hafi verið minni en margir hafi óttast, þá séu áhrif aukinnar samkeppni á smásölumarkaði skýr í uppgjöri Haga fyrir fjórðung rekstrarárs félagsins. Auk samdráttar í tekjum og framlegð hafi viðskiptavinum smásölufélagsins fækkað um 1,5 prósent á fjórðungnum.

Þá telja greinendurnir að svo virðist sem innkoma Costco hafi aukið skilvirkni í verslunarrekstri Haga. Þannig hafi félagið - í kjölfar þess að samkeppni á smásölumarkaði harðnaði - farið í endurskipulagningu, lokað óhagkvæmum einingum og fækkað fermetrum. Við þessar breytingar hafi sala á hvern fermetra verslunarhúsnæðis Haga aukist.

Rekstrarhagnaður Haga fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta - EBITDA - nam 1.193 milljónum króna á fyrsta fjórðungi rekstrarársins, frá mars til maí, og dróst saman um 6,6 prósent frá sama fjórðungi árið áður. Capacent bendir á að ástæðu þess að samdráttur í EBITDA hafi verið meiri en samdráttur í tekjum megi rekja til þess að framlegð hafi dregist örlítið saman og lækkað úr 24,9 prósentum í 24,7 prósent.

Þá hafi launakostnaður aukist um 0,5 prósent á sama tíma og samdráttur hafi verið í tekjum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Vara við við­skiptum við eist­neskt fyrir­tæki

Innlent

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Innlent

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Auglýsing

Nýjast

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Heimilin halda að sér höndum

Skotsilfur: Ofsinn

Magnús Óli endurkjörinn formaður FA

Seldi Íslendingum fasteignir á Spáni fyrir 1,2 milljarða

Auglýsing