Samtökin hafa sent frá sér tilkynningu þar sem gert er ráð fyrir að bankar muni á næstunni hækki vexti á húsnæðislánum í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um 1 prósentustig.

Hagsmunasamtök heimilanna minna bankana á að þegar meginvextir Seðlabankans hafi lækkað á síðasta ári hafi lækkanir bankanna ekki fylgt á eftir í sama hlutfalli.

Almennt hafi vextir bankanna verið umtalsvert hærri en meginvextir Seðlabankans. Þegar tilkynnt hafi verið um stýrivaxtahækkanir hafi ekki staðið á bönkunum að hækka sína vexti á íbúðarlánum í kjölfarið.

Samtökin benda á að þegar vextir á Íslandi hafi verið lægstir hafi þeir verið meira en þrefalt hærri en meginvextir Seðlabankans. Þar af leiðandi eigi neytendur inni lækkanir hjá bönkunum. Ef bankar sleppi því að lækka vexti, geta þeir líka sleppt því að hækka þá.

Hagsmunasamtökin krefjast þess að bankarnir skili fyrri vaxtahækkunum til sinna viðskiptavina en hvetja þá jafnframt til að halda aftur af hækkunum þannig að álögur á heimilin hækki ekki frekar en orðið er.