Erlent

Telia kaupir Bonnier fyrir 106 milljarða króna

Sænska fjarskiptafélagið Telia hefur keypt fjölmiðlafyrirtækið Bonnier Broadcasting, sem á meðal annars sjónvarpsstöðina TV4, fyrir um einn milljarð dala sem jafngildir um 106 milljörðum króna.

Telia eykur umsvif sín á Norðurlöndunum. Fréttablaðið/Getty

Sænski fjarskiptarisinn Telia hefur keypt fjölmiðlafyrirtækið Bonnier Broadcasting fyrir um einn milljarð dala, jafnvirði 106 milljarða króna. Um er að ræða önnur stórkaup Telia í vikunni.

Bonnier Broadcasting, sem er í eigu sænsku Bonnier-fjölskyldunnar, á meðal annars sjónvarpsstöðina TV4, streymiþjónustuna C More og MTV í Finnlandi.

Nokkuð hefur verið um samruna á norrænum fjölmiðla- og fjarskiptamarkaði undanfarin misseri en fjarskiptafélög horfa fram á mikla samkeppni frá risum á borð við Netflix og Amazon sem bjóða upp á streymiþjónustur.

Stjórnendur Telia leggja nú áherslu á að styrkja starfsemi félagsins á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum en fjarskiptafélagið hefur dregið verulega úr umsvifum sínum í Asíu.

Telia tilkynnti á þriðjudag að félagið hefði fest kaup á starfsemi fjarskiptafélagsins TDC í Noregi en kaupverðið er um 2,6 milljarðar dala.

Sænska ríkið er stærsti hluthafi Telia með 37 prósenta hlut en talið er að kaup félagsins á Bonnier geti sett ríkisstjórn landsins í erfiðu stöðu.

„Sem almennur borgari tel ég það undarlegt að ríkið gæti bæði átt ríkissjónvarpið og, ef kaupin ganga í gegn, stærstu sjónvarpsstöðina,“ sagði Georgi Ganev, forstjóri Kinnevik, sem á nokkur fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki á Norðurlöndunum.

Stjórnendur Telia sögðust í tilkynningu ætla að taka hlutverk sitt alvarlega og fara „með ábyrgum hætti“ með málið. Fulltrúar stjórnvalda hyggjast ráða málið við stjórn Telia síðar í dag, að því er segir í frétt Reuters

Mikael Damberg, ráðherra fyrirtækja og nýsköpunar, sagði stöðuna sem upp væri komin ekki ákjósanlega. Hann útilokað hins vegar að ríkið myndi losa um hlut sinn í Telia þegar kaupin ganga endanlega í gegn. Sænska stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að ríkið selji hlutinn.

Um eitt þúsund manns starfa hjá Bonnier í Svíþjóð og Finnlandi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Uber seldi skuldabréf fyrir tvo milljarða dala

Erlent

Vilja reka Zucker­berg úr stóli stjórnar­for­manns

Erlent

Lækkanir á asískum hluta­bréfa­mörkuðum

Auglýsing

Nýjast

Ó­gilda sam­runa Lyfja og heilsu og Apó­teks MOS

Fjár­mála­reglurnar veita falskt öryggi

Origo hækkaði um 5,77 prósent

Krónan réttir úr kútnum

Sala Domino's á Íslandi jókst um tæp 5 prósent

Már kynnti hugmyndir um innflæðishöftin

Auglýsing