Tekjur veitingastaðarins Þrír frakkar hjá Úlfari drógust saman um 59 prósent á milli ára og fóru úr 128 milljónum árið 2019 í 52 milljónir árið 2020.

Umsvif í veitingageiranum drógust hratt saman í Covid-19 heimsfaraldrinum enda komu mun færri ferðamenn til landsins, fólk vann oft heima hjá sér og samkomutakmarkanir gerðu það auk þess að verkum að veitingastaðir gátu ekki fullnýtt sætin.

Þrír frakkar hjá Úlfari töpuðu 2,6 milljónum í fyrra samanborið við 7,3 milljón króna tap árið áður.

Eigið fé veitingastaðarins var neikvætt um tæpar 28 milljónir króna við árslok 2020.

Þrír frakkar hjá Úlfari er í eigu Stefáns Úlfarssonar matreiðslumeistara, sonar Úlfars Eysteinssonar sem stofnaði veitingastaðinn árið 1989.