Innlent

Tekjur Opinna Kerfa drógust saman um milljarð

Upplýsingatæknifyrirtækið tapaði 73 milljónum króna í fyrra samanborið við 51 milljónar króna hagnað árið áður.

Frosti Bergsson er aðaleigandi Opinna Kerfa með 77 prósenta hlut. Fréttablaðið/GVA

Tekjur Opinna kerfa drógust saman um tæpan milljarð á milli ára og námu fjórum milljörðum árið 2017. Um er að ræða 19 prósenta samdrátt í tekjum.

Upplýsingatæknifyrirtækið tapaði 73 milljónum króna í fyrra samanborið við 51 milljónar króna hagnað árið áður. Aðaleigandi Opinna kerfa er Frosti Bergsson stjórnarformaður með 77 prósenta hlut.

EBITDA Opinna kerfa – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – nam 1,5 milljónum króna árið 2017 borið saman við 152 milljónir króna árið áður.

Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var 6 prósent við árslok og var eigið fé 91 milljón króna. Árið áður var eiginfjárhlutfallið 10 prósent. Stöðugildum fækkaði um tvö milli ára og voru 89 árið 2017. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hættir sem fram­kvæmda­stjóri hjá Origo

Innlent

Arion semur við Citi um ráðgjöf vegna Valitor

Innlent

Arion banki gefur út víkjandi skuldabréf

Auglýsing

Nýjast

AGS segir Seðla­banka að af­nema inn­flæðis­höftin

170 milljarða króna verðmæti í stangveiði

Mál gegn banka­ráðs­mönnum fellt niður

Ágúst og Lýður taldir eigendur Dekhill Advisors

Gengislekinn meiri og hraðari en áður

Lágmarkstilboð 80 prósent af eigin fé

Auglýsing