Innlent

Tekjur Opinna Kerfa drógust saman um milljarð

Upplýsingatæknifyrirtækið tapaði 73 milljónum króna í fyrra samanborið við 51 milljónar króna hagnað árið áður.

Frosti Bergsson er aðaleigandi Opinna Kerfa með 77 prósenta hlut. Fréttablaðið/GVA

Tekjur Opinna kerfa drógust saman um tæpan milljarð á milli ára og námu fjórum milljörðum árið 2017. Um er að ræða 19 prósenta samdrátt í tekjum.

Upplýsingatæknifyrirtækið tapaði 73 milljónum króna í fyrra samanborið við 51 milljónar króna hagnað árið áður. Aðaleigandi Opinna kerfa er Frosti Bergsson stjórnarformaður með 77 prósenta hlut.

EBITDA Opinna kerfa – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – nam 1,5 milljónum króna árið 2017 borið saman við 152 milljónir króna árið áður.

Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var 6 prósent við árslok og var eigið fé 91 milljón króna. Árið áður var eiginfjárhlutfallið 10 prósent. Stöðugildum fækkaði um tvö milli ára og voru 89 árið 2017. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ummælin: Guðbrandur um klofninginn

Innlent

Sig­ríður ráðin fram­kvæmda­stjóri Lyfju

Innlent

Vilhelm Már ráðinn forstjóri Eimskips

Auglýsing

Nýjast

Banka­stjórinn biður Malasíu­búa af­sökunar

Björg­ólfur Thor fjár­festir í bresku tækni­fyrir­tæki

Hækka verð­mat sitt á Skeljungi lítil­lega

Minni eignir í stýringu BlackRock

Hall­dór Brynjar í eig­enda­hóp LOGOS

Hlutabréf í Icelandair hækka um 3,4 prósent

Auglýsing