Innlent

Tekjur Opinna Kerfa drógust saman um milljarð

Upplýsingatæknifyrirtækið tapaði 73 milljónum króna í fyrra samanborið við 51 milljónar króna hagnað árið áður.

Frosti Bergsson er aðaleigandi Opinna Kerfa með 77 prósenta hlut. Fréttablaðið/GVA

Tekjur Opinna kerfa drógust saman um tæpan milljarð á milli ára og námu fjórum milljörðum árið 2017. Um er að ræða 19 prósenta samdrátt í tekjum.

Upplýsingatæknifyrirtækið tapaði 73 milljónum króna í fyrra samanborið við 51 milljónar króna hagnað árið áður. Aðaleigandi Opinna kerfa er Frosti Bergsson stjórnarformaður með 77 prósenta hlut.

EBITDA Opinna kerfa – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – nam 1,5 milljónum króna árið 2017 borið saman við 152 milljónir króna árið áður.

Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var 6 prósent við árslok og var eigið fé 91 milljón króna. Árið áður var eiginfjárhlutfallið 10 prósent. Stöðugildum fækkaði um tvö milli ára og voru 89 árið 2017. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ingi­mundur lætur af for­mennsku ISAVIA

Innlent

Sam­eining lækkaði kostnað Festar um hálfan milljarð

Innlent

Rétt­lætis­mál að af­nema banka­skattinn

Auglýsing

Nýjast

Big Short-fjár­festir veðjar gegn bönkum í Kanada

Arnar Gauti tekur við af Guð­brandi

Norwegian refsað harðar en Boeing á mörkuðum

Upp­bygging Vestur­bugtar í upp­námi

Icelandair hækkar enn í kjöl­far WOW-vand­ræða

Festi kaupir hlut í Íslenskri orkumiðlun

Auglýsing