Tekj­ur Icel­and­a­ir á fyrst­a árs­fjórð­ung­i námu 7,3 millj­örð­um krón­a og hafa lækk­að um 73 prós­ent sam­an­bor­ið við sama árs­fjórð­ung í fyrr­a. Þett­a kem­ur fram í árs­fjórð­ungs­upp­gjör­i fé­lags­ins. Í til­kynn­ing­u frá ICel­and­a­ir seg­ir að COVID-19 far­ald­ur­inn hafi haft mik­il á­hrif á starf­sem­i fé­lags­ins og sæt­a­fram­boð dreg­ist sam­an um 92 prós­ent mill­i ára.

Vegn­a ó­viss­u sök­um heims­far­ald­urs­ins mun Icel­and­a­ir ekki gefa út af­kom­u­spá fyr­ir árið 2021.

Mik­ill vöxt­ur var í frakt­starf­sem­i Icel­and­a­ir á fyrst­a árs­fjórð­ung­i og juk­ust tekj­ur í þeim hlut­a rekst­urs fé­lags­ins um 64 prós­ent. Flutt var frakt um­fram það magn sem var áður en far­ald­ur­inn braust út og horf­ur í frakt­flutn­ing­um á næst­u miss­er­um séu góð­ar.

Tap á rekstr­i Icel­and­a­ir nam 3,9 millj­örð­um krón­a sam­an­bor­ið við 30,8 millj­arð­a krón­a tap á fyrst­a árs­fjórð­ung­i síð­ast­a árs. Laus­a­fjár­stað­a fé­lags­ins nam 35,8 millj­örð­um krón­a. Hand­bært fé og laus­a­fjár­sjóð­ir nema 14 millj­örð­um krón­a.

Fréttablaðið/Ernir

Bók­un­ar­stað­a fé­lags­ins er enn veik vegn­a far­ald­urs­ins og ferð­a­tak­mark­ann­a á mörk­uð­um fé­lags­ins. Gert er ráð fyr­ir því að flug fari að auk­ast á næst­a árs­fjórð­ung­i, fram­boð verð­i auk­ið á þriðj­a árs­fjórð­ung­i og horf­ur góð­ar fyr­ir þann fjórð­a mið­að við nú­ver­and­i bók­un­ar­stöð­u.

Í til­kynn­ing­unn­i seg­ir enn frem­ur að mark­aðs­her­ferð­ir fé­lags­ins í Band­a­ríkj­un­um hafi haft já­kvæð á­hrif á bók­an­ir til Ís­lands.

Bjart­sýnn á fram­hald­ið

„Þrátt fyr­ir á­fram­hald­and­i nei­kvæð á­hrif far­ald­urs­ins á starf­sem­i fé­lags­ins á síð­ust­u vik­um erum við bjart­sýn á að geta auk­ið flug­ið jafnt og þétt núna í öðr­um árs­fjórð­ung­i og bætt svo í fram­boð­ið frá þriðj­a árs­fjórð­ung­i þess­a árs. Fram­vind­a ból­u­setn­ing­a, sér­stak­leg­a á á­kveðn­um mörk­uð­um eins og í Band­a­ríkj­un­um, og mög­u­leg af­létt­ing ferð­a­tak­mark­an­a í Evróp­u fyr­ir ból­u­sett­a ferð­a­menn, fela í sér já­kvæð skref“, seg­ir Bogi Nils Bog­a­son, for­stjór­i Icel­and­a­ir.

Bogi Nils Bog­a­son for­stjór­i Icel­and­a­ir.