Heildasalan Core, sem selur meðal annars orkudrykkinn Nocco, hagnaðist um 193 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 149 milljónir árið 2017.

Tekjur félagsins námu um 1,8 milljarði króna og jukust um 57 prósenta á milli ára. Á árinu 2016 námu tekjurnar 440 milljónum og hafa þannig þrefaldast á tveimur árum.

Auk Nocco hefur heildsalan ýmis önnur vörumerki á sínum snærum eins og Froosh, Vitamin Well og Popcorners. Þá hóf fyrirtækið innflutning og sölu á ís árið 2018 og er strax komið með 3,3 prósenta markaðshlutdeild í íssölu samkvæmt greiningu Samkeppniseftirlitsins.

Core, sem á um 20 ára rekstrarsögu, er í jafnri eigu hjónanna Ársæls Þórs Bjarnasonar og Kamillu Sveinsdóttur. Eignir félagsins námu í lok árs 2018 tæplega 600 milljónum króna og eigið féð 300 milljónum.