Aukin áhersla Origo á innværa markaðsfærslu (e. inbound marketing) hefur gert það að verkum að tekjur hafa aukist verulega svo sem í gegnum netverslunina. Þetta segir Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri tæknifyrirtækisins.

Hann segir að það hljómi ef til vill mótsagnakennt að leggja áherslu á sjálfvirkni og persónulega þjónustu á sama tíma en þá skipti máli að vera með réttu stafrænu lausnirnar til þess að setja sér markmið, vinna úr gögnum og meta árangurinn.

„Við höfum farið í gríðarlegar breytingar hjá Origo á skömmum tíma þegar kemur að sölu- og markaðsmálum.“

„Við höfum farið í gríðarlegar breytingar hjá Origo á skömmum tíma þegar kemur að sölu- og markaðsmálum. Það er eitt að leggja áherslu á stafræna miðla en við höfum farið lengra og lagt áherslu á sérsniðin skilaboð, meðal annars með innværri markaðsfærslu (e. inbound marketing). Sú aðferðafræði snýst um að laða að réttu viðskiptavinina, læra betur á þarfir þeirra, þekkja þá betur út frá gögnum og útbúa sérsniðið markaðsefni sem hentar þeim með sjálfvirkum hætti. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og við sjáum verulega tekjuaukningu í gegnum slíkar aðgerðir, svo í gegnum netverslunina okkar,“ segir Gísli.

Gísli segir að árangurinn láti ekki á sér standa með notkun á innværri markaðsfærslu. „Við eigum miklu auðveldara með að setja okkur markmið og sjáum árangurinn miklu skýrar en áður. Við getum sett aðgerðir í gang sem keyra skjálfvirkt til skemmri eða lengri tíma og við mælum árangurinn á meðan og stillum aðgerðina eftir því hvernig hún þróast. Um leið er hægt að nýta sjálfvirkni, svo sem í gegnum CRM tól, til þess að ýta nýjum vörum og upplýsingum að viðskiptavinum, sem eru annað hvort á ákvörðunarstiginu eða nýbúnir að kaupa. Lykilatriði hérna er að passa upp á að viðskiptavinurinn sjái hag sinn í upplýsingunum, nú eða markaðsefninu, því fólk er fljótt að ýta upplýsingum sem hentar þeim ekki frá sér. Við notum meðal annars blogg í eftirfylgni en þá skiptir máli að þróa rétta efnið fyrir hvern og einn markhóp. Að því leyti er þessi hugmyndafræði vandmeðfarin en afar árangursrík þegar vel tekst til.“

Andstæður

Hann segir að hefðbundin markaðsfærsla (e. outbound marketing) sé andstaðan við innværa markaðsfærslu sem snúist meira um fjöldamarkaðssetningu. ,,Hefðbundin markaðsfærsla snýst um að ýta upplýsingum um vöru og þjónustu til neytenda en innvær markaðsfærsla er nýtt til að draga neytendur til sín með því að byggja upp traust og áhuga og vera með upplýsingar fyrir þá þegar þeir þurfa á því að halda. Vandinn við hefðbundna markaðsfærslu er oft skortur á mælanlegum árangri, þar að segja mælikvarðar verða oft óáþreyfanlegir. Þá getur reynst kostnaðarsamara að fara í hefðbundna markaðsfærslu. Með innværi markaðsfærslu (e. inbound marketing) sé ég hvernig markaðsfjármagnið nýtist og skilar árangri,“ segir Gísli.

Hann segir að innværri markaðsfærsla sé einfaldari í að mæla árangur, enda séu allar aðgerðir í hinum stafræna heimi, svo sem í gegnum CRM lausn eins og HubSpot, sem er ein stærsta lausnin þegar kemur að sjálfvirknilausnum í markaðssetningu. Lausnin gerir notendum mögulegt að skapa persónuleg skilaboð til tilvonandi og áhugasama viðskiptavini og tækifæri á að eiga virkari samskipti við núverandi viðskiptavinum í gegnum markaðstrekt.

„Með þessu er þó alls ekki verið að gera lítið úr hefðbundinni markaðsfærslu heldur er innvær markaðsfærsla af öðrum toga og hentar oft á fyrirtækjamarkaði (B2B) þar sem markhópar eru þrengri og sérhæfðari. Það kemur mér aðeins á óvart hversu innvær markaðfærsla er lítið í umræðunni hér á landi og ekki síst umræða um kosti og galla þeirrar aðferðafræði gagnvart öðrum leiðum, enda hentar hún ekki öllum, en er gríðarlega mikið notuð víða um heim.“