Það hefur ef­laust ekki farið fram­hjá neinum að glæ­ný týpa af App­le Air­pods heyrnar­tólunum, App­le Air­pods Pro, kemur út í nóvember en Marqu­es Brown­lee tekur utan af heyrnar­tólunum í nýju Youtu­be mynd­bandi.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá eru nýju heyrnar­tólin sögð hljóð­ein­angrandi og fylgja með þeim svo­kallaðir síli­kon­hnappar sem þýðir að heyrnar­tólin eru tölu­vert ólík for­verum sínum í út­liti. Þau kosta 250 dollara út úr búð í Banda­ríkjunum sem eru um þrjá­tíu þúsund ís­lenskra krónur.

„Ég hef notað þau í um það bil einn dag og mér líst á­gæt­lega á þau,“ segir Marqu­es í mynd­bandinu. Hann segir hljóð­gæðin hafa batnað tölu­vert í nýju heyrnar­tólunum en hann ber þau saman við gömlu heyrnar­tólin. „Þau eru að­eins minna eins og tann­burstar.“

Mynd­bandið ætti að koma öllum þeim sem í­huga að festa kaup á nýju heyrnar­tólunum til góða.