Innlent

Taugatitringur í Kauphöllinni vegna WOW air

Icelandair Group nýtir góðs af óvissu vegna skuldabréfaútgáfu WOW air og hefur hækkað um 2,5 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,6 prósent. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Hlutabréfaverð í Kauphöllinni hefur almennt lækkað skömmu eftir opnun markaðar í morgun. Fjárfestar hafa áhyggjur af því að forsvarsmönnum WOW air muni ekki takast að ljúka skuldabréfaútboði með farsællegum hætti. Af þeim sökum hefur Icelandair Group hækkað um 2,5 prósent. Þetta segja sérfræðingar á verðbréfamarkaði.

N1 hefur lækkað um 4 prósent, Síminn um 2,4 prósent, Skeljungur um 2,2 prósent og Hagar um 2,2 prósent. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,6 prósent.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hyggst WOW air sækja um 6-12 milljarða króna til fjárfesta með útgáfu skuldabréfa til að treysta starfsemi fyrirtækisins. Greinendur norska verðbréfafyrirtækisins Pareto Securities, sem annast skuldabréfaútgáfuna, búast við því að WOW air muni tapa 31 milljón dala, jafnvirði 3,3 milljarða króna, eftir skatta á þessu ári. Þeir gera hins vegar ráð fyrir að viðsnúningur verði í rekstri flugfélagsins á næsta ári og að félagið hagnist þá um 17 milljónir dala. Til samanburðar tapaði WOW air 45 milljónum dala frá júlí 2017 til júní 2018.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Jón Diðrik fer úr stjórn Skeljungs

Innlent

Líf og sál til liðs við Siðferðisgáttina

Innlent

Sandra nýr verk­efna­stjóri Ís­lenska bygginga­vett­vangsins

Auglýsing

Nýjast

Horner dregur framboð sitt til baka

Tómas Már tekur sæti í stjórn Íslandsbanka

Loðdýrabú á Íslandi rekin með tapi frá 2014

Bjarni sest nýr í stjórn Símans

Hrönn fjórði stjórnandinn sem fer frá Sýn

Bjóða upp á fast leigu­verð í sjö ár

Auglýsing