Innlent

Taugatitringur í Kauphöllinni vegna WOW air

Icelandair Group nýtir góðs af óvissu vegna skuldabréfaútgáfu WOW air og hefur hækkað um 2,5 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,6 prósent. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Hlutabréfaverð í Kauphöllinni hefur almennt lækkað skömmu eftir opnun markaðar í morgun. Fjárfestar hafa áhyggjur af því að forsvarsmönnum WOW air muni ekki takast að ljúka skuldabréfaútboði með farsællegum hætti. Af þeim sökum hefur Icelandair Group hækkað um 2,5 prósent. Þetta segja sérfræðingar á verðbréfamarkaði.

N1 hefur lækkað um 4 prósent, Síminn um 2,4 prósent, Skeljungur um 2,2 prósent og Hagar um 2,2 prósent. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,6 prósent.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hyggst WOW air sækja um 6-12 milljarða króna til fjárfesta með útgáfu skuldabréfa til að treysta starfsemi fyrirtækisins. Greinendur norska verðbréfafyrirtækisins Pareto Securities, sem annast skuldabréfaútgáfuna, búast við því að WOW air muni tapa 31 milljón dala, jafnvirði 3,3 milljarða króna, eftir skatta á þessu ári. Þeir gera hins vegar ráð fyrir að viðsnúningur verði í rekstri flugfélagsins á næsta ári og að félagið hagnist þá um 17 milljónir dala. Til samanburðar tapaði WOW air 45 milljónum dala frá júlí 2017 til júní 2018.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Fátt betra en hljóð stund í garðinum með mold undir nöglunum

Byggingariðnaður

Félag Péturs í Eykt hagnast um 2,2 milljarða

Innlent

Varða Capital tapaði 267 milljónum í fyrra

Auglýsing

Nýjast

Bank­a­stjór­i Dansk­e seg­ir af sér í skugg­a pen­ing­a­þvætt­is

Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair

Safnaði 7,7 milljörðum

Mögu­lega sekur um „al­var­leg brot“ á sam­keppnis­lögum

Engar olíulækkanir í spákortunum

Eik tapaði dómsmáli gegn Andra Má

Auglýsing