Erlent

Tap Norwegian margfaldast

Ókyrrð er í rekstri Norwegian. Fréttablaðið/Getty

Norwegian tapaði ríflega 3,9 milljörðum norskra króna, jafnvirði 56 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi ársins 2018. Þetta er margfalt meira tap en á sama fjórðungi árið á undan.

Uppgjör norska flugfélagsins var birt í morgun. Þar kemur fram að tekjur hafi aukist verulega eða úr 7,8 milljörðum norskra króna í 9,7 milljarða. Félagið tapaði hins vegar 3,9 milljörðum norskra króna fyrir skatta samanborið við 1,2 milljarða norskra á sama fjórðungi árið 2017.

Rekstur Norwegian hefur gengið erfiðlega á undanförnum mánuðum. Í desember skar það niður flugleiðir og hætti að ráða flugmenn í sparnaðarskyni.

Síðla nóvember var greint frá því að International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways og fleiri flugfélaga, myndi ekki bjóða í Norwegian. IAG stefnir á að selja 3,9 prósenta hlut sinn í lággjaldaflugfélaginu.

Um mánaðamótin var síðan greint frá því að vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefði skortselt 183 þúsund hlutabréf í Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna.

Þá hefur Norwegian ákveðið að fresta því að taka á móti sextán nýjum flugvélum frá Boeing og Airbus í því augnamiði að draga úr fjárfestingarútgjöldum sínum. Eru áformin sögð liður í stefnubreytingu flugfélagsins sem ætlar nú að leggja aukna áherslu á arðsemi í stað vaxtar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Laxeldi

Hús­leitir hjá eig­anda Arnar­lax

Erlent

Sviss­neski bankinn UBS fær 500 milljarða sekt

Erlent

Banna skortsölu með bréf í Wirecard

Auglýsing

Nýjast

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Auglýsing