Innlent

Arnarlax tapaði 810 milljónum á fyrsta ársfjórðungi

Stærsta laxeldisfyrirtæki landsins skilaði tapi upp á 810 milljónir króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi. Hefur nú lækkað framleiðsluspá sína fyrir árið í heild um tvö þúsund tonn.

Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax. Fréttablaðið/Anton Brink

Stærsta laxeldisfyrirtæki Íslands, Arnarlax, tapaði 810 milljónum króna á fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Tapið eykst því milli ára en á sama tímabili í fyrra nam það 514 milljónum króna.

Framleiðsla Arnarlax nam 2.600 tonnum, samanborið við 2.000 á sama tíma í fyrra. EBIT, rekstrarhagnaður fyrir vexti og skatta, var neikvæður um 514 milljónir króna. Í fyrra var EBIT jákvæður um  450 milljónir króna.

Í uppgjöri SalMar, stærsta hluthafa í Arnarlaxi, segir að blendnar tilfinningar séu gagnvart afkomu á fyrsta ársfjórðungi. Lágt hitastig í sjó hafi valdið því að hluti í kvíum Arnarlax hafi drepist.

Rekstrartekjur námu 1.800 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi og lækka úr 1.876 milljónum frá því á sama tímabili í fyrra. Framleiðsluspá fyrirtækisins hefur verið lækkuð úr 10 þúsund tonnum niður í 8 þúsund tonn.

Norska félagið SalMar á 49 prósent hlut í Arnarlaxi í gegnum félagið Salmus AS.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fiskeldi

Arnarlax viðurkennir mistök og biðst afsökunar

Umhverfismál

Lofa að tilkynna óhöppin framvegis

Innlent

Umhverfisstofnun hefur leitað svara en ekki fengið

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins seldi fyrir 690 milljónir

Fjártækni

Fjár­­tæknin leggi hefð­bundna banka­­þjónustu af

Erlent

Kusu gegn vantrausti á stjórnarformanninn

Innlent

Sam­keppnis­eftir­litið að verða ríki í ríkinu

Innlent

Einn stofnenda Heimavalla færði bréf á milli félaga

Innlent

Hampiðjan skoðar kaup á spænsku félagi

Auglýsing