Fjölgun starfsfólks er að mestu tilkominn vegna sóknar Taktikal á erlenda markaði en Taktikal lauk nýverið 260 milljón króna fjármögnun frá vísisjóðnum Brunni Ventures til vöruþróunar og sóknar á erlenda markaði.

Björt Baldvinsdóttir er nýr framkvæmdastjór árangursdrifinna viðskiptatengsla (e. customer success manager). Sem framkvæmdastjóri viðskiptatengsla sér Björt um framlínuþjónustu og þarfagreiningu hjá viðskiptavinum Taktikal. Björt hefur áður unnið fjölbreytt störf tengd samskiptum, verkefnastjórnun og viðskiptatengslum m.a. hjá Íslandsstofu, Azazo og Star-Odda. Björt er með BA í Evrópufræðum frá Háskólanum í Haag í Hollandi og MA í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands.

Sunna Halla Einarsdóttir er nýr fjármálastjóri. Sunna kemur frá Icelandic Startups (Klak) þar sem hún starfaði sem fjármálastjóri ásamt því að sinna verkefnastjórn fyrir Framvís – Samtök Vísifjárfesta. Sunna er með BSc gráðu í viðskiptafræði og MA gráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands.

Tinna Hallbergsdóttir hefur gengið til liðs við Taktikal sem gæða- og öryggisstjóri. Tinna kemur frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands (NTI) þar sem hún starfaði sem þjónustustjóri og sá meðal annars um innleiðingu á GDPR og ISO stöðlum ásamt því að stýra innleiðingarverkefnum í upplýsingatækni. Tinna er með MSc gráðu í Strategic Management frá Háskóla Íslands.

Whitney Highum hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu. Whitney hefur áður starfað sem sérfræðingur í vöru- og markaðsþróun fyrir alþjóðleg skýjalausnarfyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum. Whitney er með MSc gráðu í Communication Science frá University of Amsterdam.

Arthur Myhre Scott hefur gengið til liðs við Taktikal sem forstöðumaður stafrænnar þróunar. Arthur kemur til Taktikal með áratuga reynslu í upplifunarhönnun fyrir stafrænar vörur og þjónustu fyrir mörg af helstu stórfyrirtækjum á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. Arthur hefur áður starfað sem yfirráðgjafi hjá Itera í Noregi og sem prófessor í hönnun við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

Richard Saedt er nýr framkvæmdastjóra sölu- og viðskiptaþróunar. Richard gengur til liðs við Taktikal með yfir 25 ára reynslu af sölu og viðskiptaþróun. Richard lauk meistaranámi í stjórnunarfræði við háskólann í Nijmegen í Holland og hefur áður starfað í sölu- og viðskiptaþróun fyrir nokkra af stærstu áhættustýringarmiðlurum á alþjóðavísu þ.á.m. Marsh, Experian and Aon Risk Solutions

Taktikal hefur einnig fjölgað starfsfólki í vöruþróun á hugbúnaðarsviði. Þar hafa verið ráðin inn þau Ingólfur Dan Þórisson, Hörður Smári Jóhannesson, María Mjöll Hrafnsdóttir og Erling Davíð Erlingsson sem sérfræðingar í hugbúnaðarþróun.

Valur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Taktikal: „Það er gríðarlega mikill fengur fyrir okkur hjá Taktikal að fá inn nýtt fólk með mikla reynslu sem styður við vöxt félagsins og stafræna vegferð viðskiptavina okkar. Í þekkingariðnaði er mikil samkeppni um hæft starfsfólk og við höfum verið einstaklega heppin að fá gott fólk með í okkar vegferð.”